Ekkert til spillis – Málþing um matarsóun

Hvað getum við gert gegn matarsóun? landvernd.is
Hvað getum við gert í baráttunni við matarsóun? Á málþinginu Ekkert til spillis leiða Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi saman hesta sína.

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi halda áfram sínu góða samstarfi í baráttunni gegn matarsóun og að þessu sinni verður blásið til málþingsins Ekkert til spillis sem tekur á matarsóun í samstarfi við Norræna húsið.

Á málþinginu verður nálgunin á umræðuefnið lausnamiðuð og fyrirlesarar ræða hvað þau hafa gert, eða til stendur að gera, til þess að taka á þessu bagalega vandamáli. Fyrirlesarahópurinn er fjölbreyttur, allt frá framleiðanda til matvælafyrirtækis og frá hjálparstofnun til ráðuneytisstarfsmanns. Gestir frá Noregi og Danmörku halda fyrirlestra auk þeirra íslensku og deginum lýkur með pallborðsumræðum.

Málþingið verður haldið í Norræna húsinu, þriðjudaginn 25.nóvember frá 9:00-15:30

Við hvetjum sem flesta til að mæta. Málþingið er öllum opið og frítt inn. Athugið að það fer fram á ensku.

Dagskrá:

Málþing í Norræna húsinu 25. nóvember 2014

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið bjóða til málþings um matarsóun í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar

9:00 Ávarp frá skipuleggjendum

9:10 Yasmine Larsen, Unilever Food Solutions í Danmörku

9:50 Jesper Ingemann, Fødevarebanken í Kaupmannahöfn

10:30 Kaffihlé

10:50 Jónína Stefánsdóttir, Matvælastofnun

11:20 Per Hallvard Eliassen, Norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið

12:00 Hádegishlé-Diskósúpa*

13:00 Knútur Rafn Ármann, Friðheimar

13:30 Helga Sigurðardóttir og Herborg Svana Hjelm, Reykjavíkurborg

14:00 Pallborðsumræður. Fyrirlesarar og gestir

Gestir í pallborði:

Heiða Björg Hilmisdóttir, yfirmaður mötuneytis Landspítalans

Dominique Plédel, Neytendasamtökunum

Erna Dröfn Haraldsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra

15:30 Slit og þakkarorð

Fundarstjóri: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir

Markmið málstofunnar er að ræða lausnir í baráttunni gegn matarsóun. Norrænir gestir segja frá hvernig tekið hefur verið á matarsóun á Norðurlöndunum og rætt verður um leiðir sem færar eru hér heima.

Aðgangur á málstofuna er ókeypis og öllum opinn

Málstofan fer fram á ensku

Vinsamlegast skráið ykkur á www.matarsoun.is

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd