Komum í veg fyrir að úrgangur verði til, landvernd.is

Af stað með úrgangsforvarnir

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni um tískusóun, matarsóun og raftækjasóun.

Námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni um tískusóun, matarsóun og raftækjasóun.

Hefur þú velt því fyrir þér hverju þú fleygir í ruslið? Og hvað heldur þú að úrgangurinn sé mikill á einu ári? Ef við gerum ráð fyrir því að við fleygjum um 2 kg í ruslafötuna daglega alla 365 daga ársins, getum við reiknað út að hver og einn fleygir u.þ.b. 730 kg í ruslið árlega. Þetta verður mikill úrgangur þegar við erum mörg, t.d. allir nemendur í einum bekk. Gætum við notað eitthvað af þessu aftur eða á annan hátt?

Á dögunum gaf Norræna ráðherranefndin í samstarfi við Landvernd út námsefni um úrgangsforvarnir. Námsefnið er ætlað miðstigi og efri bekkjum grunnskóla en þó má nota það í náttúrufræðikennslu og tæknimennt allra skólastiga.

Námsefnið nefnist Af stað með úrgangsforvarnir og skiptist það í nemendahefti og kennsluleiðbeiningar.

Fjallað er um tískusóun, matarsóun, raftækjasóun

Í heftunum er að finna fjölda skemmtilegra verkefna sem fjalla um hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs frá fatnaði, mat og rafeindatækjum.

Námsefnið má nálgast hér:

Nemendahefti

Kennsluleiðbeiningar

Kynning Margrétar Hugadóttur og Rannveigar Magnúsdóttur á námsefninu á ráðstefnu Skóla á grænni grein árið 2017 má skoða hér. 

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top