Norræna ráðherranefndin styrkir átak Landverndar gegn matarsóun

Landvernd vinnur gegn matarsóun, landvernd.is
Norræna ráðherranefndin styrkir átak Landverndar og samstarfsfélaga í Zero-waste gegn matarsóun um 400.000 danskar krónur.

Í dag bárust Landvernd þær gleðilegu fréttir að Zero Waste hópurinn fengi 400.000 danskar krónur í styrk frá Norrænu ráðherranefndinni í matarsóunarverkefni.

Zero Waste hópurinn samanstendur af Landvernd, Kvenfélagasambandi Íslands, Vakandi, Stop Spild af Mad hreyfingunni í Danmörku og Matvett í Noregi.

Verkefnið skiptist í 5 ólíka verkþætti: málþing, heimildamynd, matreiðslubók um hvernig má elda veislumáltíðir úr afgöngum, námskeið um eldamennsku úr afgöngum og kokkaviðburðir sem dreift verður á netinu.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top