Lukkudýr skóla á grænni grein

Lágfóta landvörður er lukkudýr skóla á grænni grein, hún þekkir verkefnið inn og út og er tilvalin til að leiðbeina krökkum um verkefnið, landvernd.is
Tófan er lukkudýr skóla á grænni grein, hún þekkir verkefnið inn og út og er tilvalin til að leiðbeina krökkum um verkefnið.

Tófan er lukkudýr Skóla á grænni grein

Lukkudýr Skóla á grænni grein þekkir verkefnið og grænfánann út og inn. Lukkutófan er mjög umhverfisvæn – eins og reyndar flestar tófur og refir.

Tófan er lukkudýr Skóla á grænni grein og grænfánans. Landvernd.

Hvað heitir lukkudýrið?

Tófan hefur stundum verið kölluð lágfóta landvörður en hver skóli getur valið nafn á sína lukkutófu enda mörg nöfn notuð yfir heimskautarefinn. Hann er líka kallaður refur, lágfóta, melrakki og skolli svo nokkur nöfn séu nefnd. 

Við hvetjum skóla til að virkja nemendur í ákvarðanatöku. Hægt er að halda kosningar eða velja úr hugmyndum nemenda. 

Hvernig notum við lukkudýrið?

Oft er gagnlegt að nota fígúrur eða persónur til að fræða börn. Lukkudýrið sjálft er kannski ekki alviturt og þá er hjálplegt að biðja börnin um að kenna tófunni hvernig hlutirnir eigi að vera. 

Tuskudýr?

Við hvetjum skóla til að útbúa sitt eigið tuskudýr, t.d. prjóna eða sauma. Einnig má kaupa tuskurefi í minjagripaverslunum. 

Forvitin íslensk tófa lítur á ljósmyndara. Þolmarkadagur jarðar er runninn upp.
Forvitin íslensk tófa. Hún getur í senn frætt og lært af börnum og fullorðnum.


Heimskautarefurinn

Íslenska tófan er eina tegund landspendýra sem var hér á landi þegar fólk kom hingað við landnám.

Líklega hefur refurinn komið hingað með hafís frá Grænlandi.
Refur er af hundaætt. Hann er skyldur hundum og úlfum. Hann er því frekar líkur hundum að útliti en miklu minni.

Refurinn er 3–4 kg og 90 cm langur frá trýni og aftur á skottbrodd. En skottið sjálft er 30 cm langt og mjög þykkt.

Þegar refurinn sefur hringar hann skottið yfir leggi sína og trýni til að hlýja sér. Refurinn er á ferðinni 12–14 klukkutíma á sólarhring, einkum í ljósaskiptunum ( þegar byrjað er að rökkva).

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd