Urriðafoss er einn vatnsmesti foss landsins. Við endurskoðun 3. áfanga rammaáætlunar er lagt er til að hann fari í nýtingarflokk.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa og samfélagslegra áhrifa.

Landvernd tekur heilshugar undir þá niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar að friða Héraðsvötn fyrir virkjunum, enda er vatnasvið þeirra afar verðmætt. Landvernd fagnar sömuleiðis áformum um að falla frá Kjalölduveitu sem hefði ógnað sjálfum Þjórsárverum. 

Virkjanaáform við Þjórsá

Það er niðurstaða Landverndar að staðan vegna virkjanaáforma í byggð við Þjórsá sé óbreytt, eftir síðasta snúning í endurskoðun faghópa rammaáætlunar.

Faghópar fengu mjög afmarkað verkefni að bæta fyrir áður óunna vinnu. Þeir komust að því að fjárhagsávinningur væri af neðri virkjunum tveimur. Þeir komust að því að virkjanirnar þrjár eru umdeildar, en að sveitarstjórnir eru spenntar fyrir þeim fái þær nægan efnahagslegan ávinning.

Landvernd telur að sveitastjórnir geti ekki veitt framkvæmdaleyfi ef þær hafi af framkvæmdunum töluverðan fjárhagslegan ávinning. Síðan hefur virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar verið fellt úr gildi eftir kæru á grundvelli vatnastilskipunar. Sú tilskipun hlýtur að eiga við neðri virkjanirnar líka.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hinn ónefndi sveitamaður sem vitnað er til hér að ofan, fái ósk sína uppfyllta til hvers fórnarkostnaðurinn er. Hvernig mun samfélagið við Þjórsá njóta hans, munu virkjanir í Þjórsá þjóna orkuskiptunum eða fer straumurinn allur inn á kerfið til ýmissa nota í nýja stóriðju og gagnaver?

Á meðan 80 prósent orkunnar fara til stórnotenda á sérkjörum og orkan úr Þjórsá gæti farið sömu leið verður andstaðan við virkjanirnar illvíg. Fórnarkostnaður er mikill og ávinningur óljós. Í þeim málum þar sem verndargildi náttúrunnar er endurmetið vill Landvernd koma því á framfæri að málefnalegar forsendur náttúruverndar í öllum heiminum hafa um langan tíma styrkst ár frá ári. Því var þessi endurskoðun fyrst og fremst pólitískt leikrit og sóun á tíma og fjármunum.

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Ferðamálastefna

Íslensk náttúra er það sem helst laðar ferðafólk til Íslands. Ný ferðamálastefna til 2030 er í undirbúningi og þar er kveðið á um að ferðaþjónustunni ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.