Grænfáninn á Íslandi – sérfræðingur í menntateymi Landverndar

Nemendur í Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði á Umhverfis- og lýðheilsuþingi vorið 2024. Þar fengu þau afhentan sjötta Grænfánann.
Landvernd auglýsir starf sérfræðings í menntateymi. Umsóknarfrestur til og með 24. júní 2024.

Við leitum að skapandi og drífandi einstaklingi til starfa í menntateymi Landverndar. Menntateymið hefur umsjón með alþjóðlegu menntaverkefnunum Grænfánanum og Umhverfisfréttafólki.  

Grænfánaverkefnið er rekið í um 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi og talið eitt besta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í dag.

Umhverfisfréttafólk er spennandi verkefni þar sem ungu fólki gefst tækifæri til þess að kynna sér umhverfismál, miðla þeim og senda í keppni á vegum Landverndar. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Úttektir í þátttökuskólum
  • Sjá um kynningar og námskeið í skólum og víðar
  • Ráðgjöf til skóla varðandi umhverfismál og menntun til sjálfbærni
  • Námsefnisgerð
  • Kynningarmál menntaverkefna Landverndar
  • Skipuleggja viðburði ásamt menntateymi
  • Vinna að þróun og framgangi menntaverkefna ásamt menntateymi 

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Háskólapróf, kostur ef það er á sviði mennta – eða umhverfisvísinda
  • Færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð færni í íslensku og ensku
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á menntun til sjálfbærni
  • Góð þekking á upplýsingamiðlun
  • Reynsla af starfi í skólum og/eða starfi með börnum  og ungmennum er æskileg

Umsóknarfrestur er til 24. júní.

Umsóknir skulu sendar á graenfaninn@landvernd.is merktar „Grænfánaumsókn“. 

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinagerð þar sem ástæða umsóknar er útlistuð, hæfni viðkomandi til að gegna starfinu er lýst og bent á a.m.k. 2-3 meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug Arnardóttir verkefnisstjóri Grænfánans, sigurlaug@landvernd.is og í s. 6914261 

Smelltu á myndina til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd