Tófan er lukkudýr Skóla á grænni grein og grænfánans. Landvernd.

Vinnuskólar

Afmælispakki grænfánans í júní

Grænfáninn er 20 ára á Íslandi. Tófan, lukkudýr Skóla á grænni grein heldur á stórri afmælisköku með 20 kertum.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar fær grænfánann afhentan landvernd.is

Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

Vinnuskólar gegna veigamiklu hlutverki í samfélögum. Þeir snerta á þremur meginstoðum menntunar til sjálfbærni: náttúra, samfélag og efnahagur.

En hvað er menntun til sjálfbærni?

Hvað er menntun til sjálfbærni?

Skrefin sjö í vinnuskólum

Vinnuskólar hafa lagað ferlið að því starfi sem fram fer hjá hverjum skóla en hér á eftir fer dæmi um það hvernig vinnuskólar geta stigið skrefin sjö:

1.skref – Umhverfisnefnd: Mikilvægt er að nemendur/ungmenni vinnuskólans séu þungamiðja nefndarinnar, t.d. gæti einn flokkur innan vinnuskólans séð um verkefnið og myndað umhverfisnefnd. Séu nokkur tímabil gæti þessi ábyrgð skipst á milli nokkurra flokka þannig að það sé alltaf ein „umhverfisnefnd“ í gangi á hverju tímabili. Formaður umhverfisnefndar er þá sá leiðbeinandi sem sér um flokkinn.

2.skref – Mat á stöðu umhverfismála: Hægt er að nota umhverfisgátlista Skóla á grænni grein til að meta stöðu umhverfismála, en það er þó engin krafa. Hér gæti umhverfisnefndin ákveðið í sameiningu hvaða þema/þemu hún vilji leggja áherslu á og metið hvað þurfi að bæta innan þemans.

3.skref – Áætlun um aðgerðir og markmið: Út frá matinu setur nefndin sér markmið. Þar sem eingöngu er um að ræða 2-3 mánaða tímabil er hægt að miða við að sett séu þrjú markmið yfir sumarið. Séu fleiri en eitt tímabil er t.d. hægt að hafa eitt markmið á hverju tímabili og skilgreina aðgerðir í átt að því markmiði. Hægt er að nýta markmiðssetningarblað Skóla á grænni grein í þessa vinnu. Hér má finna markmiðssetningarblað

4.skref – Eftirlit og endurmat: Mat á árangri er í höndum umhverfisnefndar, hún sér um fylgja markmiðum og aðgerðum eftir og meta hvernig til hefur tekist

5. skref – Verkefnavinna: Í þessu skrefi er mikilvægt að allir nemendur vinnuskólans vinni einhver verkefni sem tengjast starfi Skóla á grænni grein. Þetta geta verið einhvers konar leikir, fræðsla eða önnur verkefni sem tengjast þeim þemum og markmiðum sem hafa verið valin.

6.skref – Að upplýsa og fá aðra með: Í þessu skrefi skiptir miklu máli að allir innan vinnuskólans sem og nærsamfélag vinnuskólans séu upplýstir og helst virkir þátttakendur í einhverju sem tengist þema og markmiðum skólans. Hægt er að hafa viðburð þar sem allur vinnuskólinn og nærsamfélag er virkjað, dreifa efni á ýmiskonar miðlum eða í bæjarblöðum o.s.frv. Dæmi um slík verkefni sem hafa verið gerð er t.d. plokkdagur og umhverfisdagur þar sem gestum og gangandi í sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í umhverfistengdum viðburðum t.d. fataskiptamarkaður, grænmetismarkaður, flokkunarkennsla o.fl.

7.skref – Umhverfissáttmáli: Mikilvægt er að skólinn hafi umhverfissáttmála. Sáttmálinn má halda sér á milli ára en flestir vinnuskólar virkja sína nemendur í að finna nýjan sáttmála á hverju sumri. Sáttmálinn er þá grípandi slagorð sem allir nemendur vinnuskólans (eða umhverfisnefndin) ákveða í sameiningu og læra og tileinka sér.

Greinargerð, úttekt og afhending

Í lok sumars er umsókn um grænfána og greinargerð skilað inn þar sem starfsemi sumarsins er útlistuð, þ.e. hvernig skrefin sjö voru stigin. Í kjölfarið kemur starfsmaður Skóla á grænni grein í úttekt og metur hvort skólinn fái að flagga grænfánanum fyrir tímabilið. Oftast fer grænfánaafhending þó ekki fram fyrr en sumarið á eftir þar sem ansi fámennt er í vinnuskólum eftir lok tímabilsins.

Mikilvægt er að hafa í huga að hver og einn vinnuskóli finni þá leið sem þeim hentar best í verkefninu, þetta eru bara tillögur og dæmi um hvernig hægt er að vinna verkefnið. Mikilvægast er að nemendur séu sem virkastir í allri vinnu við verkefnið.

Nánari upplýsingar

Hægt er að hafa samband á graenfaninn@landvernd.is ef skólar óska eftir nánari leiðbeiningum fyrir vinnuskóla í verkefninu.

Verkefni

Umhverfisleikir

Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að ...
Opna verkefni
Mótmælendur halda uppi stórum borða sem á stendur: Fridays for future. Loftslagsverkföll - Föstudagar fyrir loftslagið. landvernd.is

Loftslagskvíði – Lærum um loftslagsmálin og tæklum kvíðann.

Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni sem gefur okkur hugmyndir um hvernig megi minnka loftlagskvíða. ...
Opna verkefni
Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess ...
Opna verkefni
Lúpína

Eyðing Alaskalúpínu og Skógarkerfils

Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.
Opna verkefni
Stúlkur dansandi í náttúrunni

Náttúran gegn streitu

Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem ...
Opna verkefni
BINGO

BINGÓ – Eldri nemendur

Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið ...
Opna verkefni
þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. ...
Opna verkefni
heimskort með pinnum

Leikur um hnattræna dreifingu

Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Verkefni fyrir 14 – 100 ...
Opna verkefni
strigaskór

Strigaskór

Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja ...
Opna verkefni
Plastglas á strönd. Plastáskorun. Hvaða plasti getur þú sleppt?

Plastáskorun – Hvað nota ég og hverju get ég sleppt?

Plastáskorun - Hvað notar þú daglega? Hverju er auðvelt að sleppa og hverju er erfitt að sleppa? Hvaða markmið ætlar þú að setja þér?
Opna verkefni
Plastfiskur í hafi við Sri lanka. Fimm hlutir sem þú getur gert gegn plastmengun í hafi. landvernd.is

Fimm hlutir gegn plastmengun í hafi – sem þú getur gert strax í dag.

Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.
Opna verkefni

Deildu með okkur hugmyndum og myndum

Sendu okkur myndir af verkefnavinnunni og við komum þeim á framfæri!

Ítarefni

Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun – Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Landmælingar Íslands – Landupplýsingar um Ísland.

Loftslagsbreytingar á jörðinni – Námsefni og fræðsla frá árinu 2010.

Menntamálastofnun – Skapandi skrif

Náttúrufræðistofnun Íslands – Ráðgjöf um verndun og nýtingu náttúrunnar.

Plastaþon – Ert þú með í því að leysa plastvandann?

Skipulagsstofnun – Umhverfismat áætlana og framkvæmda.

Sorpa – Vefur,

Stjórnarráðið – Varliðar umhverfisins, Aðgerðaáætlun í loftlagsmálum.

Ungmennaráð heimsmarkmiðanna – Vefur, Facebook síða.

Umhverfisstofnun – Grænt samfélag, grænn lífstíll, Vefsíða, loftgæðamælingar.

Umhverfis Suðurland – Umhverfið þarf umhyggju.

Veðurstofa Íslands – Skýrsla um loftslagsbreytingar frá árinu 2018

Vísindavefurinn – Fjallað um öll vísindi.

Jörð í hættu – Gagnlegar upplýsingar.

Hreint haf – Væri hægt að búa á jörðinni án hafsins?

Kolviður – Kolefnisjöfnun.

Landvernd –  Vefur.

Landvernd – Umhverfispistlar Rannveigar

Loftslagsverkfall Ísland – Facebook síða, Instagram síða.

Plastlaus september – Vefsíða, Facebook síða, Instagram síða.

Saman gegn matarsóun – Matarsoun.is .

Umhverfisvitund og sjálfbærni  – Handbókin Á grænni grein.

Ungir umhverfisfjölmiðlar (á ensku) – Vefsíða.

Ungir umhverfissinnar – Vefur, Facebook síða.

Norden – Hönnuhús, huldar hættur heimilisins.

Upplýsingasíða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands

Ýmis verkefni tengd heimsmarkmiðunum – https://www.ecoschools.global/lesson-plans-for-teachers

#grænfáninn20ára

Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum.