Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.

Finnið ykkur grænt svæði í nærumhverfinu ykkar, fáið ykkur sæti á góðum stað. Veltið fyrir ykkur umhverfinu, prófið að loka augunum og veltið fyrir ykkur hljóðunum. Náttúran er okkur mikilvæg og sömuleiðis náttúruvernd, hugsaðu um uppáhaldsstaðinn þinn úti í náttúrunni. Hvernig myndi þér líða ef hann væri ekki til á morgun?

 

Haltu nú áfram að hugsa um þinn uppáhalds stað ef það reynist erfitt að velja stað notaðu þá staðinn sem þú ert á núna.

Skrifið lýsingu á einhverjum stað sem ykkur þykir vænt um en hafið ekki komið á lengi. Lýsið nákvæmlega hvernig staðurinn lítur út, hvernig ykkur líður þegar þið eruð þar og hvað það er sem ykkur líkar svo vel á þessum stað.

 

Veltið fyrir ykkur hlutum eins og

  • Hvað er það sem gerir þennan stað uppáhalds?
  • Hvernig er tenging þín við þennan stað?
  • Er fjölbreytt dýralíf á þessum stað?
  • Hefur þessi staður alltaf litið svona út?
  • Er einhverjar líkur á að þessi staður muni breytast á næstu 50 árunum? Ef svo er hvernig?
  • Eru það breytingar af mannavöldum eða náttúru?

 

Finnið 5 lýsingarorð sem þið mynduð nota til að lýsa staðnum

Finnið 5 sagnorð sem þið mynduð nota til þess að lýsa hvað er hægt að gera á staðnum

 

Einnig er hægt að hugleiða þessa hluti án þess að skrifa þá niður, en við mælum þó með að koma þessum í hugleiðingum í skriflegt form. Seinna meir gæti þetta orðið dýrmæt minning um þinn uppáhalds stað.