Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára

Tími: 10-20 mín

Markmið: Að þátttakendur velta fyrir sér að hvaða leyti hamingju þeirra tengist neysluvörum 

Framkvæmd: Þrír miðar eru lagðir á gólf með ákveðnu millibili á ímyndaðri línu í herbergi (eða úti).

Á einum miðanum stendur margar neysluvörur, á næsta miða stendur nokkrar neysluvörur og á þriðja miðanum stendur engar neysluvörur.

Þátttakendur eru síðan spurðir að eftirfarandi spurningu:

Hugsaðu um síðasta skipti þegar þú varst hamingjusöm/samur. Hversu margar neysluvörur tengdust upplifuninni?

Þátttakendur eiga að staðsetja sjálfan sig við þann miða sem endurspeglar svarið þeirra.

Skoðuð og rædd er dreifing þátttakenda á mismunandi miða. Þátttakendur eru hvattir til að segja frá sínu svari. Þetta er síðan góður grundvöllur til þess að ræða frekar um það hvað það er sem veitir okkur hamingju og hvort það tengist beint ákveðnum neysluvörum eða  upplifunum, samskiptum, náttúru, félagslífi, fjölskyldu o.s.frv.

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni