Öll höfum við áhyggjur af einhverju og þær geta haft mikil áhrif á líðan okkar, Áhyggjutréð hjálpar okkur í því að vinna með áhyggjur okkar. Verkefni fyrir 12-100 ára

Áhyggjur af stöðu loftslagsmála og umhverfismála eru algengar. Stundum getur verið erfitt að vita hvað maður sjálfur getur gert í stöðunni. Þá er gott ráð að skrifa niður á blað þær áhyggjur sem eru efst í huga og greina þær svo með aðferð áhyggjutrésins.  

 Skrifaðu niður þær áhyggjur sem þú hefur og farðu síðan í gegnum áhyggjutréð með þær.  

Hér er lítið dæmi.  

 

Get ég gert eitthvað í þessu? 

Ég hef áhyggjur af umhverfismálunum. Get ég gert eitthvað í því? Já, það er allskonar hægt að gera.  

 

Þú getur til dæmis æft þig í að:  
1. Ferðast á umhverfisvænni máta 
2. Borða umhverfisvænni fæðu 
4. Sporna gegn plastnotkun 
6. Minnka neysluna  

Hvað, hvenær, hvernig? 

Ég ætla að byrja á því að minnka neysluna mína. Ég hef kynnt mér málið og ákveðið að ráðast í eftirfarandi aðgerðir. 

  • Minnka fatasóun með því að nota fötin mín lengur og gefa svo gömlu fötin mín áfram í stað þess að henda þeim. Á næsta ári ætla ég svo í fatabann í hálft ár þar sem ég kaupi mér bara það sem mig virkilega vantar. Svo ætla ég að læra að gera við föt í skólanum í september. 
  • Láta símann minn endast í allavega þrjú ár í viðbót og fara með hann í viðgerð ef það þarf frekar en að fá mér nýjan. Segja foreldrum mínum að fara með ónotuðu símana á heimilinu í endurvinnslu. 
  • Á næsta ári þegar ég fermist ætla ég að biðja fólk um að gefa mér það sem mig vantar í gjafir eða setja pening í það góðgerðamál sem ég hef trú á. 
ahyggjutred, landvernd.is

Nú er komið að þér. Prófaðu að velja þér aðgerð og setja hana í gegnum áhyggjutréð. Sjáðu hvernig gengur. Ef þú veist ekki hvaða aðgerðir þú getur farið í þá er um að gera að leita upplýsinga á netinu til þess að hjálpa þér.