Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju.

T.d. að eyða tíma með fjöl­skyldu og vin­um, hreyfa sig, vera úti í nátt­úr­unni, upp­lifa, gefa af sér, vera skap­andi og fram­kvæma jafn­vel eitt­hvað sem stuðlar að vel­ferð mann­kyns og Jarð­ar­inn­ar. Nægju­samur ein­stak­lingur finnur að styrkur og ham­ingja kemur innan frá en ekki frá hlutum eða eign­ar­haldi. Nægju­semi getur hjálpað til við að verða ríkur í sál og hjarta. Minna er oft meira. Nægju­semi er ákveðið form af virð­ingu og af núvit­und. 

Hugmynd fyrir kennara

Gefið nemendum það hlutverk að setja saman dagatal þar sem nægjusemi er í fyrirrúmi, gaman væri ef hægt væri að framkvæma eitthvað af því í skólanum. Verkefnið getur verið unnið í minni hópum en einnig í bekknum sem heild. Tilvalið verkefni til þess að skapa umræður um lífsgildi, hamingju og neyslu.