Vistheimt með skólum – Tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020

Nemendur rannsaka hvaða aðgerð hentar endurheimt vistkerfa í heimabyggð í Vistheimt með skólum, landvernd.is
Nemendur kanna hvaða aðgerð hentar endurheimt vistkerfa í heimabyggð.
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.

Vistheimt með skólum
Framúrskarandi þróunarverkefni Landverndar

Verkefni Landverndar Vistheimt með skólum er tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Verkefnið er tilnefnt í flokki framúrskarandi þróunarverkefna sem standast ítrustu gæðakröfur um nám og kennslu, hafa samfélagslega skírskotun og efla menntun í landinu.

Nemendur Hvolsskóla segja Ævari vísindamanni frá verkefninu.

Vistheimt er loftslagsaðgerð

Vistheimt með skólum er fræðsluverkefni í grunn- og framhaldsskólum um vistheimt. Verkefnið beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir.

Reynslunám og vísindaleg aðferð

Þátttakendur verkefnisins fá tækifæri til að feta í fótspor vísindafólks með náinni samvinnu Landverndar, Landgræðslunnar og þátttökuskóla. Nemendur og kennarar vinna með færustu sérfræðingum að tilraunum á örfoka landi, að mælingum á framvindu gróður- og dýrasamfélaga og að verkefnum í tengslum við endurheimt votlendis. Nemendur læra leiðir til að binda kolefni og auka líffræðilega fjölbreytni svæða, lögð er áhersla á að þeir komi með sínar eigin hugmyndir og að verkefnin séu uppbyggileg, jákvæð og lausnamiðuð.

Nemendur setja út hey, moð, hrossaskít og kanna hvaða aðgerð skilar árangri. Vistheimt með skólum, landvernd.is
Nemendur setja út hey, moð, hrossaskít og kanna hvaða aðgerð skilar árangri.

Á grænni grein að endurheimta

Þátttökuskólarnir eru allir grænfánaskólar, Bláskógaskóli ReykholtiFjölbrautaskóli SuðurlandsGrunnskólinn HelluHvolsskóliLýsuhólsskóli (Grunnskóli Snæfellsbæjar), Menntaskólinn að LaugarvatniMenntaskólinn við HamrahlíðStórutjarnaskóliÞelamerkurskóli og Þjórsárskóli. Nemendur hafa kannað mismunandi svæði og dæmi um slíkar rannsóknir eru könnun nemenda á gróðursnauðum svæðum á Suðurlandi, uppgræðsla á vegöxl á Snæfellsnesi og endurheimt á vistkerfum í námu á Norðurlandi.

Valdeflandi verkefni

Vistheimt með skólum stuðlar að aukinni þekkingu ungmenna og kennara á vistheimt sem aðgerð til að sporna gegn risavöxnum, alþjóðlegum umhverfisvanda. Lögð er áhersla á að nemendur læri landlæsi, skilji orsakir og afleiðingar flókinna hnattrænna umhverfisvandamála um leið og þeir taka þátt í að leysa þau. Í verkefninu áskotnast nemendum verkfæri til að kljást við raunveruleg vandamál sem er mikilvægt til að koma til móts við vaxandi loftlagskvíða ungmenna.

Nemendur kanna hvaða aðgerð gefst best á Hekluslóðum vistheimt með skólum, landvernd.is
Nemendur mæla hvaða aðgerð hefur gefist best á örfoka landi í nágrenni Heklu.

Verkefni í heimabyggð á heimsmælikvarða

Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hefur verið í þróun undanfarin sjö ár. Í tengslum við verkefnið hefur verið þróað líkan að umhverfisfræðslu fyrir grunn- og framhaldsskóla sem eflir þekkingu í náttúrufræði og vistheimt, en kallað hefur verið eftir árangursríkum aðferðum og kennsluefni á sviði náttúrufræða og flókinna álitamála sem snerta umhverfismál og náttúruvá.

Eitt af mörgum fræðsluverkefnum Landverndar

Árið 2017 kom út námsefnið Vistheimt á gróðursnauðu landi fyrir nemendur á miðstigi og í undirbúningi er námsefni fyrir unglingastig og framhaldsskólastigið sem gefið verður út í samstarfi við Menntamálastofnun. Fjölmargir hafa komið að þróun verkefnisins. Rannveig Magnúsdóttir dýravistfræðingur er einn af höfundum þess og hefur verið verkefnisstjóri frá byrjun. Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræðingur hefur einnig lagt mikið til þess, ásamt öðrum sérfræðingum hjá Landgræðslunni og Landvernd, að ógleymdu starfsfólki og nemendum þátttökuskólanna.

Ýmsir aðilar hafa styrkt verkefnið í gegnum tíðina: Áslaug Hafliðadóttir (erfðagjöf), Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, Sprotasjóður, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Þróunarsjóður námsgag

Vistheimt bætir landgæði, gróður, jarðveg og eykur líffræðilegra fjölbreytni og er mikilvæg aðgerð til þess að endurheimta illa farin vistkerfi. Vistheimt með skólum er verkefni Landverndar, landvernd.is

Vistheimt með skólum

Vistheimt með skólum Verkefnið var starfrækt á árunum 2013- 2023 og beindi sjónum nemenda að endurheimt vistkerfa (vistheimt) og mikilvægi þess fyrir gróður og jarðveg, ...
Vefur Vistheimtar með skólum
Stýrihópur grænfánans

GRÆNFÁNINN

Skólar á grænni greinEco-Schools Iceland Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Kynntu þér menntaverkefni Landverndar Umhverfisfréttafólk Ungmenni ...
Vefur Skóla á grænni grein