Fyrsta árið vel heppnað
Það má með sanni segja að fyrsta ár Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi hafi heppnast vel. Samtals hafa tíu framhaldsskólar tekið þátt og nú er öllum framhaldsskólum frjálst að skrá sig til leiks. Það er auðvelt að taka þátt í verkefninu og ferlið fer fram í fjórum skrefum.
- Skólar panta kynningu á verkefninu fyrir áhugasama kennara og stjórnendur.
- Ákveðið er hvar verkefnið passar best inn í kennsluna. Það getur t.d. verið eitt verkefni nemenda í áfanga að búa til fréttaefni (ljósmynd, grein, myndband, hlaðvarp eða annað).
- Nemendur vinna verkefnin undir handleiðslu kennara. Nemendur og kennarar geta leitað til sérfræðinga í umhverfismálum í gegnum verkefnastjóra Ungs umhverfisfréttafólks.
- Verkefnum er skilað í keppnina. Verkefnum er skilað inn rafrænt og nemendur geta gert það sjálfir.
Tvö verkefni frá Íslandi í úrslitum
Tvær umhverfisfréttir komust í úrslit fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020. Heimildamyndin „Mengun með miðlum“ hlaut fyrsta sæti í keppninni. Myndin var unnin af Axel Bjarkar, Hálfdáni Helga og Sölva Bjarti, 16 ára nemendum í Tækniskólanum. Með myndinni vonast strákarnir til þess að vekja fólk til meðvitundar um mengun samfélagsmiðla.
Heimildamyndin hefur hlotið verðskuldaða athygli hér á landi og var tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.


Kveðjur frá umhverfisráðherra
Umhverfisráðherra sendi ungu umhverfisfréttafólki þakkir fyrir að leggja tíma og vinnu í það að deila boðskap um umhverfismál. Hann segir það skipta gríðarlega miklu máli að efla áhuga og vitund fólks á umhverfismálum.
Sjáðu sigurverkefnin hér!
Viltu fræðast um Ungt umhverfisfréttafólk á Íslandi?
Hvað er grænþvottur? – 4 ráð við grænþvotti frá Landvernd
Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar villa fyrir fólki með því að sýnast vera umhverfisvænni en þau raunverulega eru.
Falsfréttir – 10 ráð frá Landvernd
Hvað eru falsfréttir og hvernig er hægt að varast þær? Mikilvægt er að tileinka sér eftirfarandi ráð í baráttunni við falsfréttir.
Heimsmarkmiðin og Ungt umhverfisfréttafólk
Hvernig tengist verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun? Allt um það hér!
Spurt og svarað um Ungt umhverfisfréttafólk
Hér má finna svör við öllum helstu spurningum sem okkur berast um verekfnið Ungt umhverfisfréttafólk. Það er auðvelt að taka þátt!