Sigruðu alþjóðlega keppni Ungs umhverfisfréttafólks!

Sigurvegarar og verkefnastjóri Ungs umhverfisfréttafólks 2020, landvernd.is
Framlag okkar í alþjóðlegri keppni Ungs umhverfisfréttafólks, sigraði í sínum flokki! Er skólinn þinn þátttakandi í verkefninu?

Fyrsta árið vel heppnað

Það má með sanni segja að fyrsta ár Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi hafi heppnast vel. Samtals hafa tíu framhaldsskólar tekið þátt og nú er öllum framhaldsskólum frjálst að skrá sig til leiks. Það er auðvelt að taka þátt í verkefninu og ferlið fer fram í fjórum skrefum. 

  1. Skólar panta kynningu á verkefninu fyrir áhugasama kennara og stjórnendur.
  2. Ákveðið er hvar verkefnið passar best inn í kennsluna. Það getur t.d. verið eitt verkefni nemenda í áfanga að búa til fréttaefni (ljósmynd, grein, myndband, hlaðvarp eða annað).
  3. Nemendur vinna verkefnin undir handleiðslu kennara. Nemendur og kennarar geta leitað til sérfræðinga í umhverfismálum í gegnum verkefnastjóra Ungs umhverfisfréttafólks.
  4. Verkefnum er skilað í keppnina. Verkefnum er skilað inn rafrænt og nemendur geta gert það sjálfir.

Tvö verkefni frá Íslandi í úrslitum

Tvær umhverfisfréttir komust í úrslit fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020. Heimildamyndin „Mengun með miðlum“ hlaut fyrsta sæti í keppninni. Myndin var unnin af Axel Bjarkar, Hálfdáni Helga og Sölva Bjarti, 16 ára nemendum í Tækniskólanum. Með myndinni vonast strákarnir til þess að vekja fólk til meðvitundar um mengun samfélagsmiðla.

Heimildamyndin hefur hlotið verðskuldaða athygli hér á landi og var tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Ljósmyndin „Congratulations humanity“ var einnig í undanúrslitum í alþjóðakeppninni og hlaut heiðursverðlaun dómnefndar. Ljósmyndin er ádeila á það neyslusamfélag sem við búum í og var sköpuð af Ásdísi Rós, 24 ára nemanda við Fjölbrautaskólann við Ármúla. 
sigurvegarar-ungt-umhverfisfrettafolk-landvernd.is
Axel, Hálfdán og Sölvi
Ásdís Rós og Vigdís, verkefnastjóri Ungs umhverfisfréttafólks

Kveðjur frá umhverfisráðherra

Umhverfisráðherra sendi ungu umhverfisfréttafólki þakkir fyrir að leggja tíma og vinnu í það að deila boðskap um umhverfismál. Hann segir það skipta gríðarlega miklu máli að efla áhuga og vitund fólks á umhverfismálum.

Viltu fræðast um Ungt umhverfisfréttafólk á Íslandi?

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...

Hugvekja á degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldin hátíðlegur þann 16. september ár hvert og tilefni þess er hér lítil hugvekja um náttúruna og náttúruvernd. Verndum, virðum og ...
Sigurverkefni Umhverfisfréttafólks 2022, landvernd.is

Sigurvegarar 2022 – Skoðaðu verkefnin – Umhverfisfréttafólk

Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Umhverfisfréttafólks 2022.
myndavél og hljóðnemi í náttúruinni

Umhverfisfréttafólk 2022 – Leynist sigurverkefni í þínum skóla?

Senn líður að skilum í samkeppni Umhverfisfréttafólks hjá Landvernd. Allir grænfánaskólar geta sent inn verkefni í keppnina.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd