Fyrsta árið vel heppnað
Það má með sanni segja að fyrsta ár Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi hafi heppnast vel. Samtals hafa tíu framhaldsskólar tekið þátt og nú er öllum framhaldsskólum frjálst að skrá sig til leiks. Það er auðvelt að taka þátt í verkefninu og ferlið fer fram í fjórum skrefum.
- Skólar panta kynningu á verkefninu fyrir áhugasama kennara og stjórnendur.
- Ákveðið er hvar verkefnið passar best inn í kennsluna. Það getur t.d. verið eitt verkefni nemenda í áfanga að búa til fréttaefni (ljósmynd, grein, myndband, hlaðvarp eða annað).
- Nemendur vinna verkefnin undir handleiðslu kennara. Nemendur og kennarar geta leitað til sérfræðinga í umhverfismálum í gegnum verkefnastjóra Ungs umhverfisfréttafólks.
- Verkefnum er skilað í keppnina. Verkefnum er skilað inn rafrænt og nemendur geta gert það sjálfir.
Tvö verkefni frá Íslandi í úrslitum
Tvær umhverfisfréttir komust í úrslit fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020. Heimildamyndin „Mengun með miðlum“ hlaut fyrsta sæti í keppninni. Myndin var unnin af Axel Bjarkar, Hálfdáni Helga og Sölva Bjarti, 16 ára nemendum í Tækniskólanum. Með myndinni vonast strákarnir til þess að vekja fólk til meðvitundar um mengun samfélagsmiðla.
Heimildamyndin hefur hlotið verðskuldaða athygli hér á landi og var tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.


Kveðjur frá umhverfisráðherra
Umhverfisráðherra sendi ungu umhverfisfréttafólki þakkir fyrir að leggja tíma og vinnu í það að deila boðskap um umhverfismál. Hann segir það skipta gríðarlega miklu máli að efla áhuga og vitund fólks á umhverfismálum.
Sjáðu sigurverkefnin hér!
Viltu fræðast um Ungt umhverfisfréttafólk á Íslandi?
Sigurvegarar 2022 – Skoðaðu verkefnin – Umhverfisfréttafólk
Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Umhverfisfréttafólks 2022.
Umhverfisfréttafólk 2022 – Leynist sigurverkefni í þínum skóla?
Senn líður að skilum í samkeppni Umhverfisfréttafólks hjá Landvernd. Allir grænfánaskólar geta sent inn verkefni í keppnina.
Landvernd og Listasafn Íslands í samstarfi – sýnileiki umhverfisfréttafólks
Landvernd og Listasafn Íslands hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf sín á milli. Samstarfið felur í sér að efla tengsl myndlistar við umhverfismenntun.
Menntun til sjálfbærni – Ungt umhverfisfréttafólk
Menntun er öflugasta vopnið sem við getum notað til að breyta heiminum. Nelson Mandela Hvað er sjálfbærni? Sjálfbærni snýst um að vernda náttúruna, nýta auðlindir …