
Vistheimt með skólum
Verkefnið beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Landvernd vinnur í samstarfi við Landgræðsluna að vistheimt með grunn- og framhaldsskólum víða um land.
Hvað er vistheimt?
Vistheimt stuðlar að endurreisn landgæða, gróðurs og jarðvegs, líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu. Hún er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum því endurheimt gróðurs og jarðvegs felur í sér bindingu á kolefni, sem aftur dregur úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Landgræðsla hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 100 ár, en hún getur leitt til vistheimtar ef upprunalegt vistkerfi er endurheimt.
Hvað segja krakkarnir?
Nemendur Hvolsskóla segja frá Vistheimt með skólum
Ævar vísindamaður heimsótti nemendur í Hvolsskóla sem eru þátttakendur í Vistheimtarverkefni Landverndar. Í myndskeiðinu má sjá tilraunareiti nemenda
Söfnum birkifræjum
Vistheimt með birki. Söfnum birkifræjum og endurheimtum íslensku birkiskógana
Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.
Vistheimt með skólum - framúrskarandi menntaverkefni
Vistheimt með skólum – Tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Vistheimt í heimabyggð
Vistheimt fyrir jörðina
Vistheimt er lífsnauðsynleg
Vistheimt
Getum við gert eitthvað til að endurheimta það vistkerfi sem áður var á landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn? Landvernd stendur fyrir verkefni sem snýr að því að aðstoða nemendur við visheimt á örfoka landi í grennd við skólann. Áhugasamir skólar leiti til Landverndar.
Handbókin
Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók
Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.
Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin
Vistheimt með skólum byggir á endurheimt vistkerfa, reynslunámi og vísindalegri aðferð. Verkefnið er liður í að efla þekkingu og getu grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál og lögð er sérstök áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum og túlkun þeirra.
Lífbreytileiki á mannamáli
Lífbreytileiki nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni.
Rostungar og víkingar
Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum
Valdið til unga fólksins
Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.
Tilraunir með spírun birkifræja
Hvaða fræ verða að trjám? Hvað er birkihnúðmý? Hér eru tilraunir úr smiðju Vistheimtar með skólum um spírun birkifræja.
Fræsöfnun og sáning birkifræja
Verkefni úr smiðju Vistheimtar með skólum um söfnun og sáningu birkifræja. Vistheimt með skólum beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir.
Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld.
Verkefnasafn fyrir leikskóla og yngsta stig. Útikennsla, ræktun, lífbreytileiki.
Vistheimt með skólum – Tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Vistheimt með birki. Söfnum birkifræjum og endurheimtum íslensku birkiskógana
Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarin ár tileinkað 5. desember baráttunni gegn eyðingu jarðvegs. Í ár er það gert undir slagorðunum „stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er undirstaða lífsins á jörðunni
Kolefnisspor
Kolefnisspor mælir áhrif lífsstíls manna eða ríkja á magn kolefnis í andrúmslofti. Húsnæði, samgöngur og fæðuval hafa mikil áhrif á kolefnisspor okkar.
Umhverfisfréttafólk
Hafðu áhrif! Ungt umhverfisfréttafólk skapar ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Kynntu þér málið og …
GRÆNFÁNINN
Skólar á grænni greinEco-Schools Iceland Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Kynntu þér menntaverkefni Landverndar Umhverfisfréttafólk Ungmenni …