Vistheimt stuðlar að endurreisn landgæða, gróðurs og jarðvegs, líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu. Hún er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum því endurheimt gróðurs og jarðvegs felur í sér bindingu á kolefni, sem aftur dregur úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Landgræðsla hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 100 ár, en hún getur leitt til vistheimtar ef upprunalegt vistkerfi er endurheimt.