Fyrirlestur Guðmundar Inga Guðbrandssonar um vistheimtarverkefni Landverndar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar fjallar í fyrirlestri sínum um vistheimtarverkefni Landverndar, en það er þróunarverkefni þar sem unnið er með Grænfánaskólum á Suðurlandi, Landgræðslunni og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrirlesturinn var fluttur á ráðstefnu Skóla á grænni grein Byggjum á grænum grunni árið 2013. 

Vistheimt stöðvar jarðvegseyðingu, eykur vernd líffræðilegrar fjölbreytni og hjálpar til í baráttunni við loftslagsbreytingar. 

Í verkefninu Vistheimt með skólum setja nemendur sjálfir upp tilraunasvæði á örfoka landi, sjá um að sá eða bera á áburð í tilraunareitina og fylgjast með breytingum á gróður- og dýrasamfélögum. Verkefnið gæti í framtíðinni orðið líkan að umhverfisfræðslu í skólastarfi á Íslandi.

Kynntu þér verkefni Landverndar

Vistheimt bætir landgæði, gróður, jarðveg og eykur líffræðilegra fjölbreytni og er mikilvæg aðgerð til þess að endurheimta illa farin vistkerfi. Vistheimt með skólum er verkefni Landverndar, landvernd.is

Vistheimt með skólum

Vistheimt með skólum Verkefnið beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Landvernd …

Opna vef
Stýrihópur grænfánans

GRÆNFÁNINN

Skólar á grænni greinEco-Schools Iceland Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Kynntu þér menntaverkefni Landverndar Umhverfisfréttafólk Ungmenni …

Opna vef
Scroll to Top