
Vistheimt með skólum
Verkefnið beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Landvernd vinnur í samstarfi við Landgræðsluna að vistheimt með grunn- og framhaldsskólum víða um land.
Hvað er vistheimt?
Vistheimt stuðlar að endurreisn landgæða, gróðurs og jarðvegs, líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu. Hún er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum því endurheimt gróðurs og jarðvegs felur í sér bindingu á kolefni, sem aftur dregur úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Landgræðsla hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 100 ár, en hún getur leitt til vistheimtar ef upprunalegt vistkerfi er endurheimt.
Hvað segja krakkarnir?
Nemendur Hvolsskóla segja frá Vistheimt með skólum
Ævar vísindamaður heimsótti nemendur í Hvolsskóla sem eru þátttakendur í Vistheimtarverkefni Landverndar. Í myndskeiðinu má sjá tilraunareiti nemenda
Söfnum birkifræjum
Vistheimt með birki. Söfnum birkifræjum og endurheimtum íslensku birkiskógana
Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.
Vistheimt með skólum - framúrskarandi menntaverkefni
Vistheimt með skólum – Tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Vistheimt í heimabyggð
Vistheimt fyrir jörðina
Vistheimt er lífsnauðsynleg
Vistheimt
Getum við gert eitthvað til að endurheimta það vistkerfi sem áður var á landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn? Landvernd stendur fyrir verkefni sem snýr að því að aðstoða nemendur við visheimt á örfoka landi í grennd við skólann. Áhugasamir skólar leiti til Landverndar.
Handbókin
Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók
Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.
Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin
Vistheimt með skólum byggir á endurheimt vistkerfa, reynslunámi og vísindalegri aðferð. Verkefnið er liður í að efla þekkingu og getu grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál og lögð er sérstök áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum og túlkun þeirra.
Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar
Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.
Náttúruverndarverkefni – Hlutverkaleikur
Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára
Ofveiði og ofnýting á lífverum
Ofveiði og ofnýting á lífverum er ein stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).
Tap á búsvæðum
Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).
Ágengar framandi lífverur
Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.
Tap á lífbreytileika
Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.
Búsvæði
Nemendur teikna myndir af bústöðum fólks og dýra og bera saman frumþarfir.
Nemendur læra um hugtök tengd búsvæðum eins og fæða, vatn, skjól, rými. Verkefni fyrir 6-9 ára
Náttúruljóð
Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára
Grunnvatnsmarflær – frumbyggjar Íslands
Á Íslandi eru til merkilegar tegundir lífvera sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Lífríki Íslands er einstakt og mikilvægt er að vernda fjölbreytni þess.
Hvað er vistheimt?
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Umhverfisfréttafólk
Hafðu áhrif! Ungt umhverfisfréttafólk skapar ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Kynntu þér málið og …
GRÆNFÁNINN
Skólar á grænni greinEco-Schools Iceland Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Kynntu þér menntaverkefni Landverndar Umhverfisfréttafólk Ungmenni …