Loftslagsvænar jólagjafir – yfir 50 ráð frá loftslagshópi Landverndar

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum veitir hér góð ráð fyrir þau sem kjósa að gefa loftslagsvænar jólagjafir!

Hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum!

Jólin eru rétt handan við hornið og því er kjörið að fara að spá í jólagjafir. Manst þú hvað þú fékkst í jólagjöf í fyrra? Við mælum með því að þú spáir aðeins í því og skrifir niður þær gjafir sem þér þótti best að fá. Það vill enginn fá óþarfa í jólagjöf og við getum forðast slíkar gjafir með því að velta því vandlega fyrir sér hvað maður gefur og hverjum. 

Loftslagshópur Landverndar hefur tekið saman lista yfir loftslagsvænar jólagjafir.

Óþarfi sem kostar 20 þúsund krónur rænir mann heilum degi úr lífinu. Það tekur meðal Íslendinginn nefnilega um það bil einn vinnudag að vinna sér inn tuttugu þúsund kall sem hægt er að kaupa eitthvað fyrir.

50 hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum

Þú getur gefið:

Mat

 • uppskrift og allt sem þarf í hana
 • heimagert konfekt
 • heimagerðar smákökur eða múslí
 • krydd, kaffi eða sérbúna matarkörfu
 • gjafakort í Nándina matarbúð

Handverk og listir

 • eitthvað prjónað
 • ljóð eða lag
 • teikningu eða málverk
 • skúlptúr
 • leikþátt eða uppistand
 • rafrænt námskeið
 • fallegt kort með hlýjum orðum til viðkomandi

Samveru

 • óvissuferð
 • matarboð
 • göngutúr saman með nesti
 • gjafakort út að borða saman
 • dekurferð í náttúruna, með teppi og kakó
 • hugleiðslustund með þér í lótushúsinu

Upplifun

Skref í átt að sjálfbærni

Áskrift

Þjónustu

 • barnapössun
 • nudd
 • fjallaleiðsögn
 • skutl
 • aðstoð á heimilinu (t.d. við þrif eða flutninga)
jolaskor, landvernd.is

20 skógjafir sem loftslagsvænir jólasveinar gefa í skóinn

Jólasveinarnir eru ekki ókunnugir sjálfbærum leiðum enda hafa þeir lifað tímana tvenna! Brátt koma jólasveinarnir til byggða. Loftslagshópur Landverndar segir hér frá snjöllum skógjöfum sem ...
Nánar →
Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is

Loftslagshópur Landverndar

Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og ...
Taka þátt →

Nægjusamur nóvember – taktu þátt!

Neyslumöguleikar okkar virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim - ekki endilega hvort við höfum þörf fyrir þá.

Leiðarvísir fyrir valdhafa að betri framtíð

Kæru valdhafar, þið verðið að muna að það er núna sem við verðum að gera breytingar, ekki einhvern tíma í framtíðinni. Verið framsýn, heiðarleg, jákvæð ...

Hugleiðingar um orkuskiptin

Þrýstingur er úr öllum áttum: Ákall eftir meiri orku og aukinni framleiðslu - sem síðan leiðir til aukinnar neyslu.

Sjálfbærni krefst þess að hugsa út fyrir kassann

Orðið sjálfbærni er í tísku og eftirsóknarvert því það merkir eitthvað framsækið og gott. En það er mjög oft notað á rangan hátt, m.a. í ...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd