Hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum!
Jólin eru rétt handan við hornið og því er kjörið að fara að spá í jólagjafir. Manst þú hvað þú fékkst í jólagjöf í fyrra? Við mælum með því að þú spáir aðeins í því og skrifir niður þær gjafir sem þér þótti best að fá. Það vill enginn fá óþarfa í jólagjöf og við getum forðast slíkar gjafir með því að velta því vandlega fyrir sér hvað maður gefur og hverjum.
Loftslagshópur Landverndar hefur tekið saman lista yfir loftslagsvænar jólagjafir.
Óþarfi sem kostar 20 þúsund krónur rænir mann heilum degi úr lífinu. Það tekur meðal Íslendinginn nefnilega um það bil einn vinnudag að vinna sér inn tuttugu þúsund kall sem hægt er að kaupa eitthvað fyrir.
50 hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum
Þú getur gefið:
Mat
- uppskrift og allt sem þarf í hana
- heimagert konfekt
- heimagerðar smákökur eða múslí
- krydd, kaffi eða sérbúna matarkörfu
- gjafakort í Nándina matarbúð
Handverk og listir
- eitthvað prjónað
- ljóð eða lag
- teikningu eða málverk
- skúlptúr
- leikþátt eða uppistand
- rafrænt námskeið
- fallegt kort með hlýjum orðum til viðkomandi
Samveru
- óvissuferð
- matarboð
- göngutúr saman með nesti
- gjafakort út að borða saman
- dekurferð í náttúruna, með teppi og kakó
- hugleiðslustund með þér í lótushúsinu
Upplifun
- leikhús
- bíó
- tónleika
- óskaskrín
- sýndarflug yfir Ísland
- axarkast
- bogfimi
- gjafakort Ferðafélags Íslands
Skref í átt að sjálfbærni
- strætókort
- góðar bækur
- gjafabréf í fataverslanir Rauða krossins
- afleggjara af blómi sem þú átt.
- súrdeigsmóður
- bokashi-jarðgerðartunnu
- gjafakort í Vistveru, Bambus, Tropic eða sambærilega verslun
Áskrift
- Reykjavík tool library kort
- menningarkort Reykjavíkur
- áskrift að Tefélaginu eða Kaffiklúbbnum
- áskrift af blaði, t.d. Sumarhúsið og garðurinn eða Lifum betur.
- bókasafnskort
Þjónustu
- barnapössun
- nudd
- fjallaleiðsögn
- skutl
- aðstoð á heimilinu (t.d. við þrif eða flutninga)
20 skógjafir sem loftslagsvænir jólasveinar gefa í skóinn
Jólasveinarnir eru ekki ókunnugir sjálfbærum leiðum enda hafa þeir lifað tímana tvenna! Brátt koma jólasveinarnir til byggða. Loftslagshópur Landverndar segir hér frá snjöllum skógjöfum sem loftslagsvænir sveinar hafa gefið þeim í skóinn.
Loftslagshópur Landverndar
Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar.
Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!
Að breyta framtíðarsýn í veruleika
Guðrún Schmidt skrifar um draumaheim, þar sem mannkynið hefur náð að afstýra verstu afleiðingum loftslagsbreytinga og minnir á að þegar hafa verið settar upp vörður af alþjóðasamfélaginu sem eiga að leiða okkur þangað.
Veljum plast sem er minna skaðlegt umhverfinu. Þekktu umhverfismerkin.
Kynntu þér umhverfismerkin sem þú getur treyst.
Fáum við aldrei nóg?
Þolmarkadagur Jarðar – dagurinn þar sem við erum farin að lifa á yfirdrætti sem börnin okkar þurfa að greiða upp er 28. júlí 2022. Guðrún Schmidt skrifar.
Níu ráð: Minnkaðu plastið sem þú innbyrðir
Meðal manneskja innbyrðir 5 grömm af plasti á viku. Hér eru níu ráð frá Landvernd um hvernig megi draga úr þessu magni.