Loftslagsvænar jólagjafir – yfir 50 ráð frá loftslagshópi Landverndar

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum veitir hér góð ráð fyrir þau sem kjósa að gefa loftslagsvænar jólagjafir!

Hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum!

Jólin eru rétt handan við hornið og því er kjörið að fara að spá í jólagjafir. Manst þú hvað þú fékkst í jólagjöf í fyrra? Við mælum með því að þú spáir aðeins í því og skrifir niður þær gjafir sem þér þótti best að fá. Það vill enginn fá óþarfa í jólagjöf og við getum forðast slíkar gjafir með því að velta því vandlega fyrir sér hvað maður gefur og hverjum. 

Loftslagshópur Landverndar hefur tekið saman lista yfir loftslagsvænar jólagjafir.

Óþarfi sem kostar 20 þúsund krónur rænir mann heilum degi úr lífinu. Það tekur meðal Íslendinginn nefnilega um það bil einn vinnudag að vinna sér inn tuttugu þúsund kall sem hægt er að kaupa eitthvað fyrir.

Stefán Gíslason

50 hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum

Þú getur gefið:

Mat

 • uppskrift og allt sem þarf í hana
 • heimagert konfekt
 • heimagerðar smákökur eða múslí
 • krydd, kaffi eða sérbúna matarkörfu
 • gjafakort í Nándina matarbúð

Handverk og listir

 • eitthvað prjónað
 • ljóð eða lag
 • teikningu eða málverk
 • skúlptúr
 • leikþátt eða uppistand
 • rafrænt námskeið
 • fallegt kort með hlýjum orðum til viðkomandi

Samveru

 • óvissuferð
 • matarboð
 • göngutúr saman með nesti
 • gjafakort út að borða saman
 • dekurferð í náttúruna, með teppi og kakó
 • hugleiðslustund með þér í lótushúsinu

Upplifun

Skref í átt að sjálfbærni

Áskrift

Þjónustu

 • barnapössun
 • nudd
 • fjallaleiðsögn
 • skutl
 • aðstoð á heimilinu (t.d. við þrif eða flutninga)
jolaskor, landvernd.is

20 skógjafir sem loftslagsvænir jólasveinar gefa í skóinn

Jólasveinarnir eru ekki ókunnugir sjálfbærum leiðum enda hafa þeir lifað tímana tvenna! Brátt koma jólasveinarnir til byggða. Loftslagshópur Landverndar segir hér frá snjöllum skógjöfum sem loftslagsvænir sveinar hafa gefið þeim í skóinn.

Nánar →
Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is

Loftslagshópur Landverndar

Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar.
Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!

Taka þátt →
loftslagsmal-nafn-a-vidburdi-landvernd

Viðburður: Loftslagsmálin á mannamáli

Loftslagsmálin eru mikið í umræðunni. Þann 21. september 2021 efnir Landvernd til fræðslufundar um loftslagsmálin á mannamáli.

Maður stendur á strönd við sólsetur. Hvert er þitt vistspor?

Hvað þyrftum við margar jarðir ef allir væru eins og þú? Reiknaðu þitt vistspor?

Hversu margar jarðir kallar lífsstíll þinn á? Hve margar jarðir þyrftum við ef allir væru eins og þú? Kynntu þér málið og reiknaðu út þitt vistspor.

Tómas Knútsson og Rannveig Magnúsdóttir standa í fjörunni í Mölvík á Reykjanesi og halda á borða sem á stendur Hreinsum Ísland, í fjörunni er mikið rusl en þau eru með poka og eru að hreinsa.

Umsögn: Stefna í úrgangsmálum – Hringrásarhagkerfi

Úrgangsmál hafa verið í ólestri á Íslandi og mikið verk sem þarf að vinna til þess að koma á raunverulegu hringrásarhagkerfi.

Vegglist, graffiti sem segir - Listen to the people, not the polluters - people ower profit. landvernd.is

Hvað er sjálfbærni?

Hvað er eiginlega sjálfbærni?

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top