Viltu hafa áhrif á loftslagsmálin? Fréttabréf og fundir í janúar 2021

Loftslagshópur Landverndar vekur athygli á loftslagsmálum á göngubrú yfir Miklubraut á mesta umferðartímanum. 2020
Loftslagshópur Landverndar vekur athygli á loftslagsmálum á göngubrú yfir Miklubraut á mesta umferðartímanum. 2020
Loftslagshópur Landverndar samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og áhugasvið en eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og framtíðarinnar. Vertu með!

Frá Loftslagshópi Landverndar

Höfum áhrif á loftslagsmálin

Starfið hjá Loftslagshópi Landverndar er að hefjast eftir jólafrí að nýju. 

Vertu hjartanlega velkomin/nn/ð á næsta fund!

Gleðilegt og bjart nýtt ár. Um leið og við óskum þess heitt að árið 2021 verði spennandi með nýjum tækifærum til að efna til áframhaldandi umræðu og aðhaldi stjórnvalda í loftslagsmálum, þá er tilvalið að gera upp árið 2020.

Það sást til himins á fordæmalausum tímum

Árið sem leið var viðburðaríkt þrátt fyrir fordæmalausa tíma í alþjóðasamfélaginu, loftslaginu, sameign okkar allra í hag. Sér í lagi vegna sögulegs lágmarks í flugsamgöngum, blár himinn sást víða þar sem hann hefur ekki sést í tugi ára. Árið hefur líka verið mörgum erfitt, og hópurinn sendir öllum samferðamönnum nær og fjær kærleiks- og baráttukveðjur.

Loftslagshópur Landverndar er virkur grasrótarhópur

Loftslagshópur Landverndar tók þátt í mörgum skemmtilegum viðburðum og verkefnum. Fundir færðust á rafrænt form mestanhluta af árinu. Hópurinn hefur haft þann vana að hittast tvisvar sinnum í mánuði, annan hvern þriðjudag til að fara yfir verkefni og fengið góða fyrirlesara til að upplýsa hópinn með fjölmörgum áhugaverðum örfræðslur sem tengjast loftslagsmálum. Einnig tók hópurinn þátt í námskeiði í greinaskrifum hjá Jóni Kaldal fjölmiðlamanni. Það er á mörgu að taka í loftslagsmálum og í hópnum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, einstaklingar fást við verkefni sem þau brenna fyrir og í krafti fjöldans látum við rödd okkar heyrast.

Loftslagshópur Landverndar á góðri stundu á Fimmvörðuhálsi, landvernd.is
Loftslagshópur Landverndar á góðri stundu sl. sumar í göngu á Fimmvörðuháls.

Viltu leggja þitt af mörkum í þágu framtíðarinnar?

Loftslagshópurinn samanstendur af fólki á öllum aldri með mismunandi áhugasvið og fjölbreyttan bakgrunn en eiga það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir að leggja sitt af mörkum í þágu framtíðar og bættri stefnu í loftslagsmálum. Starf hópsins á nýliðnu ári 2020 einkenndist af listsýningum, mótmælum, greinaskrifum, gjörningum, fræðslu og gagnrýni á aðgerðaáætlun stjórnvalda svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá fréttabréf hópsins sem vísar í greinar og fleira skemmtilegt sem hefur verið á döfinni. 

Vertu með og komdu á næsta fund

Með bros í hjarta við áframhaldandi báráttu fyrir loftslaginu okkar allra og hvetjum við þig og þína til að mæta á næstkomandi fundi hópsins sem verða þriðjudagana 12 og 26. janúar á netmiðlinum Zoom kl 20:00 – 22:00. Til að skrá þig og fá tengil á fundinn sendu endilega póst á kristjan(hjá)landvernd.is.

 

Núna er tilvalið að byrja árið með frábærum félagskap og að láta gott af sér leiða!

Tengt efni

loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Loftslagshópurinn gagnrýninn á aðgerðaáætlun

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum skilaði nýverið inn umsögn sinni við uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is

Loftslagshópur Landverndar

Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og ...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd