
ÖNDUM LÉTTAR
Er sveitarfélagið þitt með aðgerðaráætlun í loftslagsmálum?
Verkefnið Öndum léttar (áður Loftslagsverkefni Landverndar) styður við sveitarfélög sem vilja hafa áhrif og gera sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Handbókin Öndum léttar styður sveitarfélög sem hyggjast gera kolefnisbókhald og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Kolefnisbókhald og aðgerðaráætlun fyrir sveitarfélög
Á árinu 2018 fór Landvernd í samstarf við hugbúnaðarhúsið Klappir – Grænar lausnir hf. sem hefur þróað hugbúnað til umhverfisstjórnunar. Hjá Klöppum er stafræn tækni og miðlun gagna nýtt til að auðvelda mælingar á kolefnisspori.
Snjallari lausnir
Klappir Core hugbúnaðurinn gerir notendum kleift að halda utan um umhverfismál sín með einföldum og sjálfvirkum hætti, setja sér markmið og fylgjast með árangri. Klappir eru í samstarfi við fjölda fyrirtækja og gagnalindir (sjá lista yfir samstarfsaðila á klappir.is) sem streyma gögnum sínum inn í hugbúnaðinn Klappir Core. Hugbúnaðurinn safnar gögnum um m.a. eldsneyti (eigin bíla og bílaleigubíla), flug, losun úrgangs, rafmagsnotkun og heitavatnsnotkun á sjálfvirkan hátt þannig að notendur fá yfirlit yfir stöðuna og geta borið saman ár eða mánuði, mismunandi veitur, mismunandi farartæki, eignir og fleira.
Verkefnið Öndum léttar
Loftslagsverkefni Landverndar leiðbeinir sveitarfélögum um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar um loftslagsmál.
Fréttir af Öndum léttar
10 aðgerðir sem sveitarstjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið
Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn. Hér eru 10 aðgerðir sem sveitarstjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið.
Kolefnisspor
Kolefnisspor mælir áhrif lífsstíls manna eða ríkja á magn kolefnis í andrúmslofti. Húsnæði, samgöngur og fæðuval hafa mikil áhrif á kolefnisspor okkar.
Kolefnisbinding
Það liggja miklir möguleikar í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ýmsum geirum samfélagsins. Nærtækast er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig er hægt að stefna á kolefnishlutleysi með því að binda kolefni. Það er meðal annars hægt með landgræðslu, endurheimt vistkerfa, þ.m.t. skóglendis og votlendis og steingervingu líkt og Carb-fix.
Loftslagssamningur Landverndar og Hornafjarðar
Landvernd og Sveitarfélagið Hornafjörður skrifa undir yfirlýsingu um samdrátt í útlosun gróðurhúsalofttegunda hjá sveitarfélaginu. Landvernd vonast til að fá fleiri sveitarfélög í verkefnið í framhaldinu. Fljótsdalshérað hefur þegar hafið þátttöku.