Leiðbeiningar um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum fyrir sveitarfélög

Handbók loftslagsverkefnisins

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Leiðbeiningar um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum fyrir sveitarfélög.

Handbókin Öndum léttar  veitir sveitarfélögum leiðbeiningar um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Hún gagnast því sveitarfélögum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Loftslagsverkefni Landverndar, sem hófst árið 2013, snýst um að aðstoða sveitarfélög við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem í daglegu tali er oft kallað að minnka kolefnissporið. Áhersla hefur verið á þrjá geira: orku, samgöngur og úrgang. Í framtíðinni er mikilvægt að þróa verkefnið fyrir fleiri geira. Verkefnið og þetta leiðbeiningarit eru byggð á áralöngu starfi Dönsku náttúruverndarsamtakanna (Danmarks Naturfredningsforening; DK) og samstarfi Landverndar við Samband íslenskra sveitarfélaga, Sveitarfélagið Hornafjörð, sem var fyrsta íslenska sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu og Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, sem hóf þátttöku í verkefninu árið 2015.

Þetta leiðbeiningarit, sem skiptist í sjö kafla, aðstoðar sveitarfélög við innleiðingu á verkefninu. Farið er í hlutverk Landverndar og sveitarfélaganna (kafli 2), framkvæmd á íbúafundum (kafli 3), uppsetningu á kolefnisbókhaldi (kafli 4), gerð markmiða og aðgerðaáætlunar (kafli 5), samningsgerð sveitarfélaga við Landvernd (kafli 6) og eftirfylgni (kafli 7).

Leiðbeiningarnar leiða sveitarfélagið í gegnum þau skref sem nauðsynleg eru fyrir þátttöku í verkefninu. Þessum leiðbeiningum fylgir skráningarkerfi fyrir kolefnisbókhaldið. Kolefnisbókhaldið er nauðsynlegur grundvöllur fyrir markmiðssetningu, gerð aðgerðaáætlunar og eftirfylgni.

Sækja handbók

Kolefnisbókhald fyrir sveitarfélög – Exel

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top