Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

Bækur hafa verið hluti af skólastarfi í mörg ár og hafa hingað til gegnt mikilvægu hlutverki. Það er þannig með bækur eins og margt annað að það þarf að yfirfara þær reglulega og margar hverjar standast þá yfirferð ár eftir ár en sumar þeirra eldast verr, hvort sem það sé vegna umdeildra fullyrðinga, lélegs ásigkomulags eða einfaldlega vegna þess að þær standast ekki tímans tönn.
Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa þeim bókum nýtt hlutverk.

Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir.

Jólakrans

Tími: 1 kennslustund
Efni og áhöld: Gömul bók/tímarit eða rifnar blaðsíður, límbyssa/heftari, bylgjupappi t.d af pappakassa sem fellur til í mötuneytinu, skæri.
Klippið út hring úr bylgjupappa í þeirri stærð sem þið viljið að kransinn sé. Klippið út laufblöð úr blaðsíðunum og límið/heftið á pappann. Einnig er hægt að mála laufblöðin áður en þau eru fest á.

Jólaskraut

Tími: 1 kennslustund
Efni og áhöld: Gömul bók (gott er að hún sé með þykkum blöðum), afgangs spottar/garn sem fellur til í textílkennslu, piparkökuform/skapalón, skæri.
Byrjað á því að strika út það form sem maður ætlar að klippa út, hægt að nota piparköku form eða skapalón úr gamalli bókarkápu til þess að styðjast við en einnig má teikna fríhendis. Myndin er klippt út og þræddur spotti í gegnum hana svo að hægt sé að hengja hana upp til skrauts.

 

Jólatré

Tími: 1 kennslustund
Efni og áhöld: Gömul bók
Bókarkápan er tekin af (tilvalið að nota hana t.d í að búa til skapalón fyrir jólaskraut). Hver blaðsíða er síðan brotin þannig að efra hægra hornið er brotið niður að miðju bókarinnar, þetta brot er síðan endurtekið aftur að miðju bókarinnar. Neðst á bókinni stendur lítið horn niður úr bókinni sem síðan er brotið upp undir blaðsíðuna til þess að tréð geti staðið á sléttum fleti. Ef bókin er þykk má taka út nokkrar blaðsíður sem hægt er að nota í annarskonar föndur.

Veggskraut

Tími: 1 kennslustund
Efni og áhöld: Gömul bók, bylgjupappi t.d af pappakassa sem fellur til í mötuneytinu, límbyssa, skæri.
Klippið út hring úr bylgjupappanum, hér er hægt að leika sér með stærðina á veggskrautinu. Notið blaðsíður úr bókinni, hér er einnig hægt að leika sér með stærðina. Klippið blaðsíðurnar í þá stærð sem þið viljið nota og rúllið þeim upp þannig að þær myndi einhverskonar kramarhús límið mjórri endann á bylgjupappann og raðið á pappann. Byrjið yst og færið ykkur svo utar.

Tengd verkefni

Gjafabréf samverustund

Gjafabréf

Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Skoða verkefni
dót í kassa

Litlu jól leikfangaskipti

„Betra er að gefa heldur en að þiggja“ verkefni þar sem þátttakendur öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint ...
Skoða verkefni