Menntun til sjálfbærni

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.

Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða. 

Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig. 

8 manns sitja við borð sem á er blað í laginu eins og ský. Þankahríð og hugarkort til að greina vandamál

Við eigum aðeins eina plánetu. Við höfum engan annan staða til að fara á. Ef við nýtum sköpunarkraft okkar vel þurfum við ekki að fara neitt annað. Ef við pössum upp á plánetuna okkar og hvort annað, þá er allt sem við þörfnumst einmitt hér.

Sir. Ken Robinson

Hvað einkennir menntun til sjálfbærni?

Nemendur í brennidepli

Nemendur hafa áhrif á námið og viðfangsefni. Notast er við leitaraðferðir (inquiry based learning og problem based learning) og eru nemendur virkir í eigin námi. Þess er gætt að nemendur hafi rödd, beri ábyrgð og leiti lausna við verkefnavinnu.

Valdefling og geta til aðgerða

Nemendur takast á við raunveruleg áskoranir og þjálfast í að taka upplýstar ákvarðanir sem tengjast samfélagslegum viðfangsefnum, efnahag og umhverfinu. Nemendur hafa sannarleg áhrif.

Ígrundun og mat

Skólar meta stöðu mála í skólanum og setja sér markmið og aðgerðaáætlun í átt að sjálfbærni. Skrefin sjö í grænfánaverkefninu eru gott verkfæri í svona vinnu.

Þverfagleg verkefni og fjölbreyttar aðferðir

Nemendur takast á við þverfagleg viðfangsefni og nota kennarar til þess fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir.

Tenging við nærsamfélagið

Námið og viðfangsefni eru tengd heimabyggð. Litið er til nærumhverfis, menningararfs, og fjölmenningar. Verkefni eru unnin í samstarfi við stofnanir og fólk í samfélaginu.

Hnattræn vitund og lýðræði

Vinnum heima með heiminn í huga. Unnið er að aukinni meðvitund um að við lifum í þessum heimi og aðgerðir í heimabyggð hafa áhrif á kjör og aðstæður fólks í annarsstaðar í heiminum. Áhersla er lögð á mannréttindi, frelsi og jöfnuð.

Upplýsa og fræða aðra

Skólinn, nemendur og starfsfólk miðlar upplýsingum um sjálfbærni og segir frá verkefnum sínum. Nemendur vinna verkefni sem hafa áhrif út í samfélagið og tengist þvetta því einnig grenndarkennslu og tengingu við nærsamfélagið.

Umbreytandi nálgun - Breytum kerfinu

Námið breytir skilningi okkar á möguleikum mannkyns í framtíðinni. Við veltum fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum og skoðum á gagnrýninn hátt hvað það er sem hefur komið okkur í þessa stöðu og finnum nýjar leiðir sem leiða til sjálfbærni.

Grænfáninn

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem innleiða menntun til sjálfbærni. Skólar nota skrefin sjö sem verkfæri til að innleiða breytingar á skólastarfinu í átt að sjálfbærni og í virku samstarfi nemenda og starfsfólks.

Kría

Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem ein heild

Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Hver er munurinn? Guðrún Schmidt sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein skýrir hér muninn.

Vegglist, graffiti sem segir - Listen to the people, not the polluters - people ower profit. landvernd.is

Hvað er sjálfbærni?

Hvað er eiginlega sjálfbærni?

krakkar að leiðast úti í náttúrunni, landvernd.is

Sjálfbærnimenntun og aðalnámskrá

Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi. Í aðalnámskrá er kveðið á um að menntun til sjálfnærni skuli samfléttuð í allt nám.

Grænfánaskólar fylgja skjö skrefum grænfánans. Að þeirri vinnu lokinni fá þeir afhentan grænfána ef vel hefur tekist til, landvernd.is

Skrefin sjö

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö og náð markmiðum sínum má sækja um fá afhentan grænfána.

Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.

UNESCO, 2014

Nýjast í menntun til sjálfbærni

Leikskóladrengur stendur fyrir framan þrjá valkosti og kennari tekur niður atkvæði hans. Lýðræðisnám í grænfánaleikskólanum Hálsaskógi, graenfaninn.is

Lýðræði leikskólabarna – Hálsaskógur

Lýðræði á fyrsta skólastiginu. Börnin í Hálsaskógi læra að tjá skoðanir sínar, kjósa, meta stöðuna og virða skoðanir annarra í lýðræðisverkefni leikskólans.

Kría

Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem ein heild

Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Hver er munurinn? Guðrún Schmidt sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein skýrir hér muninn.

Þátttakendur í Framtíðarsmiðju BRAS, Svona viljum VIÐ hafa það. landvernd.is

Skilaboð frá ungu kynslóðinni – Svona viljum VIÐ hafa það

Við verðum að virða náttúruna, standa saman, breyta loforðum í aðgerðir, endurhugsa lífsstílinn okkar og átta okkur á því að við getum ekki étið peninga.

Skapandi skil. Nemendur velja þá leið sem þeir fara í að miðla efni sem þeir læra um, hvort sem það er myndasaga, lag, ljóð eða jafnvel hlaðvarp. landvernd.is

Skapandi skil

Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.

8 manns sitja við borð sem á er blað í laginu eins og ský. Þankahríð og hugarkort til að greina vandamál

Kryfjum vandamálið til mergjar – þankahríð og hugarkort

Nemendur greina vandamál, fara í þankahríð og gera hugarkort þar sem þeir velta upp mörgum hliðum og greina svo hversu auðvelt eða erfitt er að leysa vandamálið. Aðferðinni má beita á flest vandamál.

Barn í blárri úlpu stendur í mosagrónu hrauni. Valdið til unga fólksins í gegnum verkefnin Skólar á grænni grein og ungt umhverfisfréttafólk.

Valdið til unga fólksins

Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.

Hvernig hönnum við framtíðina? Fortiðablik eða backcasting er aðferð sem við notum þegar við leitum lausna fyrir framtíðina með menntun til sjálfbærni

Bakrýni. Hugsum nútíð og fortíð í framtíð og finnum lausnir.

Árið er 2050 og við höfum náð tökum á loftslagsbreytingum. Í heiminum ríkir friður og það er liðin tíð að mannfólkið taki yfirdrátt á auðlindum jarðar. Hugsanaæfing.

Hvernig hönnum við framtíðina? Fortiðablik eða backcasting er aðferð sem við notum þegar við leitum lausna fyrir framtíðina með menntun til sjálfbærni

Fortíðarblik – Hvernig hönnum við framtíðina? (Bakrýni/Backcasting)

Árið er 2050 og við sitjum í kennslustund í jafnaldra okkar þar sem verið er að kenna krökkum um hvernig við náðum að snúa vörn í sókn gegn loftslagsvánni og náðum að tryggja heilbrigði hafsins. Hvernig fórum við að?

Vilt þú auka hæfni þína í kennslu menntunar til sjálfbærni?

Námskeið fyrir kennara um valdeflingu nemenda í tengslum við loftslagsmál. 16. apríl 2021 hjá Endurmenntun.

Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins 2021 er hafin

Nemendur í 5. – 10. bekk geta sent inn verkefni í keppnina Varðliðar umhverfisins sem er haldin af Landvernd, Miðstöð útináms og útilífs og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Sendu inn verkefni!

Lifandi náttúra, lífbreytileiki á tækniöld.

Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld.

Verkefnasafn fyrir leikskóla og yngsta stig. Útikennsla, ræktun, lífbreytileiki.

Þátttakendur í youth leading the world fá leiðtogaþjálfun og stuðning við að valdefla ungmenni.

Ungmenni til áhrifa – YOUth LEADing the world – Leiðtoganámskeið

Vilt þú sækja þér leiðtogaþjálfun um sjálfbæra þróun og loftslagsmál? YOUth LEADing the world gerir ungu fólki kleift að finna sína eigin rödd og verða virkir þátttakendur í að skapa sanngjarnari og sjálfbærari framtíð.

Umhverfisfréttafólk og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, landvernd.is

Heimsmarkmiðin og Ungt umhverfisfréttafólk

Hvernig tengist verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun? Allt um það hér!

Ungt fólk hefur áhrif, grænfáninn eflir lýðræði í skólum, landvernd.is

Valdefling og nemendalýðræði í umhverfismálum

Skólar á grænni grein eru leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi. Nemendur vinna að raunverulegum verkefnum og valdefling er lykilatriði.

Umhverfis- og auðlindaráðherra heiðraði leikskólana Norðurberg, Álfheima og Andabæ á ráðstefnu Skóla á grænni grein þann 7. febrúar 2020, landvernd.is

Álfheimar, Andabær og Norðurberg heiðraðir fyrir brautryðjendastarf í leikskólum

Umhverfis- og auðlindaráðherra heiðraði leikskólana Norðurberg, Álfheima og Andabæ á ráðstefnu Skóla á grænni grein þann 7. febrúar 2020, landvernd.is

Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Umhverfispistlar Rannveigar

Dr. Rannveig fræðir fólk um plast, loftslagsmál og náttúru í umhverfispistlum sínum.

Fundirnir voru haldnir í öllum landshlutum og voru vel sóttir, landvernd.is

Landshlutafundir 2018-2019

Landshlutafundir eru haldnir að jafnaði annað hvert ár og eru hluti af endurmenntun kennara innan Skóla á grænni grein. Yfirskrift fundarins í ár er Sjálfbærnimenntun – fræða en ekki hræða.

„Fræða en ekki hræða“

Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir nemendur í MH og þátttakendur í Erasmus+ verkefninu I SEE sem Landvernd tekur þátt í fluttu erindi á Umhverfisþingi þann 20. október síðastliðinn. Þeirra skilaboð eru að við eigum að „Fræða, ekki hræða“.

Fortíðarblik fyrir framtíðina

Til þess að tryggja framtið mannkyns á jörðu þurfum við að taka höndum saman. 
Menntun til sjálfbærni þjálfar umhverfisvitund fólks.
Við þurfum að skoða hvað í fortíðinni og nútíð hefur skapað ójafnvægi á milli náttúru, samfélags og efnahags.


Scroll to Top