Fatasóun – vefsíða

fatasóun, vefsíða, landvernd.is
Nemendur við Menntaskólann við Sund gerðu vefsíðu um fatasóun í verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk. Verkefnið tengist heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla.

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu. Eitt verkefnanna var vefsíða um fatasóun. 

Nemendurnir Guðrún Inga, Sólveig Halla og Vigfús Máni unnu að gerð vefsíðunnar í umhverfisfræði í Menntaskólanum við Sund. Tengja þau síðuna við 12. heimsmarkmiðið, ábyrga neyslu. Á síðunni fjalla þau um það hvað einstaklingar geta gert til þess að sporna gegn fatasóun. Auk þess eru birtar niðurstöður könnunar um fatasóun meðal ungmenna. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að 54% þeirra ungmenna sem tóku könnunina eyða að jafnaði 10 til 20 þúsund krónum í föt á mánuði. 

Smelltu á myndina hér að neðan til þess að opna vefsíðuna um fatasóun!

Á síðunni hvetja nemendurnir almenning til þess að hugsa sig vel um áður en ný flík er keypt. Þeir telja gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Þarftu nýja flík eða langar þig bara í hana?
  • Ertu að versla nýja flík bara vegna þess að hún er ódýr?
  • Úr hvaða efnum er flíkin? Hvernig eru gæðin? 
  • Hvaðan er flíkin og hvernig er hún framleidd?
 

 

Endurhugsum framtíðina með Landvernd. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu. 

Hefur þú kynnt þér þarfaþríhyrning Landverndar? Smelltu hér!

Endurhugsum framtíðina með Landvernd. Hugum að neyslu okkar og lífsstíl. Hverju getum við breytt? landvernd.is

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd