Júní pakkinn grænfánans er tileinkaður vinnuskólum
Myndband, verkefnalýsingar og fræðsluefni um menntun til sjálfbærni fyrir vinnuskóla.
Að alast upp í Grænfánaskóla
Grænfáninn spilar stórt hlutverk í að fræða og valdefla yngstu kynslóðirnar og gefa þeim þannig tól til að krefjast breytinga. Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra Umhverfissinna segir frá reynslu sinni að hafa alist upp í grænfánaskóla.
Sigurvegarar 2022 – Skoðaðu verkefnin – Umhverfisfréttafólk
Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Umhverfisfréttafólks 2022.
Afmælisdagur grænfánans 25.apríl
Skólar á grænni grein fagna 20 ára afmæli á Íslandi skólaárið 2021-2022. Við höfum fagnað þessum áfanga með fjölbreyttri afmælisdagskrá og nú með dagskrá fyrir afmælisdaginn sjálfan 25.apríl.
Umhverfisfréttafólk 2022 – Leynist sigurverkefni í þínum skóla?
Senn líður að skilum í samkeppni Umhverfisfréttafólks hjá Landvernd. Allir grænfánaskólar geta sent inn verkefni í keppnina.
Hnattrænt réttlæti – Afmælispakki aprílmánaðar kominn út
Grænfáninn fagnar nú 20 ára afmæli. Starfsfólk Skóla á grænni grein sendir frá sér afmælispakka með fræðslumynd, verkefnum og lesefni í hverjum mánuði.
Varðliðar umhverfisins 2022
Varðliðar umhverfisins, verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk er nú hafin í 15. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd og gefa rödd þeirra, sýn og hugmyndum um umhverfismál aukið vægi. Skilafrestur verkefna er 25. mars 2022.
Erindi frá afmælisráðstefnu grænfánans
Menntateymi Landverndar stóð fyrir opinni ráðstefnu um menntun til sjálfbærni á Íslandi. Ráðstefnan bar heitið Valdið til unga fólksins í 20 ár, en grænfáninn fagnar 20 ára afmæli sínu nú um mundir. Hér má sjá þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni
Verkefnakista Skóla á grænni grein
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð.
Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.
Heiðursverðlaun Skóla á grænni grein
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein veittum við Sigrúnu Helgadóttur heiðursverðlaun.
Sigrún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, grænfánaverkefnisins, frá árinu 2000 til 2008 og skipulagði því og stýrði verkefninu frá upphafi þess og þangað til þátttökuskólar voru komnir yfir eitt hundrað talsins og á öllum skólastigum.
Afmælisráðstefna grænfánans!
Afmælisráðstefna 4. febrúar 2022 á vefnum. Rafræn ráðstefna um menntun til sjálfbærni
Febrúarpakki grænfánans er tileinkaður grenndarnámi og átthögum
Grænfáninn fagnar nú 20 ára afmæli. Starfsfólk Skóla á grænni grein sendir frá sér afmælispakka með fræðslumynd, verkefnum og lesefni í hverjum mánuði.
Græn skref og grænfáninn
Hvernig vinna græn skref í ríkisrekstri og grænfáninn saman? Kynntu þér málið.
Hefur þú kíkt í janúarpakka grænfánans? Þemað að þessu sinni er MATUR!
Grænfáninn fagnar nú 20 ára afmæli. Starfsfólk Skóla á grænni grein sendir frá sér afmælispakka með fræðslumynd, verkefnum og lesefni í hverjum mánuði.
Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni sem ein heild
Umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Hver er munurinn? Guðrún Schmidt sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein skýrir hér muninn.
Skilaboð frá ungu kynslóðinni – Svona viljum VIÐ hafa það
Við verðum að virða náttúruna, standa saman, breyta loforðum í aðgerðir, endurhugsa lífsstílinn okkar og átta okkur á því að við getum ekki étið peninga.
Skapandi skil
Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.
Ný rafbók Hreint haf – Plast á norðurslóðum er komin út!
Hreint haf – Plast á norðurslóðum er komin út. Nemendur á yngsta- og miðstigi læra um áhrif hafsins á líf þeirra og hvaða áhrif þau hafa á hafið.
Norræna plastkapphlaupið 2021
Takið þátt í Norræna plastkapphlaupinu. Hvað finnið þið mikið plast á 15 mínútum? Bekkurinn þinn getur unnið peningaverðlaun!
Molta í krukku
Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.
Afmæliskeppni grænfánans – sendu okkur myndband!
Hvað er þinn skóli að gera í umhverfismálum? Láttu okkur vita með því að senda inn myndband í afmæliskeppni grænfánans!