Júní pakkinn grænfánans er tileinkaður vinnuskólum

Vinnuskóli Hafnarfjarðar fær grænfánann afhentan landvernd.is
Vinnuskóli Hafnarfjarðar tekur við grænfánanum fyrir einstakt jafningjastarf og sjálfbærnimenntun.
Myndband, verkefnalýsingar og fræðsluefni um menntun til sjálfbærni fyrir vinnuskóla.

Júnípakki Skóla á grænni grein er kominn út

Þetta er síðasti afmælispakkinn sem starfsfólk Landverndar sendir frá sér á afmælisárinu en Skólar á grænni grein fögnuðu 20 ára afmæli starfsárið 2021-2022. 

Júnípakkinn er ætlaður vinnuskólum en þar fer fram mikilvæg fræðsla um umhverfismál og sjálfbærni.

Við hvetjum leiðbeinendur í vinnuskólum um allt land að kynna sér efnið, en það samanstendur af myndbandi sem útskýrir menntun til sjálfbærni, auk verkefna og leikja fyrir nemendur.

Pakkanum fylgja einnig tenglar á hjálplegt efni sem tengist m.a. Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og fleira.

Gleðilegt sumar!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd