Verkefnakista Skóla á grænni grein

Skraut á grindverki Klettaskóli
Á afmælisráðstefnu Skóla á grænni grein var ný og endurbætt verkefnakista opnuð. Nýja verkefnakistan inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir öll skólastigin. Verkefnin eru ýmist samin af starfsfólki Skóla á grænni greini eða hafa komið frá grænfánaskólum í gegnum tíðina.

Bætt útlit, nánari verkefnalýsingar, tenging við heimsmarkmiðin og margt fleira er það sem sjá má í nýrri verkefnakistu.

Hagstæðir leitarmöguleikar eru í boði sem gefa notendum meðal annars kost á því að leita eftir þemum, skólastigi, heimsmarkmiðum.

Ef þú eða skólinn þinn liggur á góðum verkefnum sem nýtast öðrum grænfánaskólum, viljum við endilega fá að heyra af þeim og gefa þeim pláss í verkefnakistunni. Vinsamlegast sendið frásagnir eða verkefni á osk@landvernd.is

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top