Hefur þú kíkt í janúarpakka grænfánans? Þemað að þessu sinni er MATUR!

Ber í skál, ávextir og rabbabari auk skæra og mynda á hvítu borði. Matur er janúar þema grænfánans á afmælisárinu
Grænfáninn fagnar nú 20 ára afmæli. Starfsfólk Skóla á grænni grein sendir frá sér afmælispakka með fræðslumynd, verkefnum og lesefni í hverjum mánuði.

Grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!

Fræðslumynd og verkefni í hverjum mánuði

Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

Hvað er í janúar pakkanum?
Í pakkanum er fræðsla um mat og hvernig framleiðsla, sóun og neysla hefur áhrif á umhverfið.

Hvernig hefur matur áhrif á umhverfið? 

Starfsfólk Skóla á grænni grein vonar að efnið nýtist kennurum og starfsfólki skóla og styðji við nám nemenda í þeirra þekkingarleit.

Gleðilegt nýtt ár og verði ykkur að góðu!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd