Hellisbúarnir – Instagram

Hellisbúarnir, 2020, landvernd.is
Þriðja sætið í samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020 hlutu nemendur sem stóðu að Instagram-síðunni hellisbúarni. Þar er fjallað um bráðnun jökla.

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu.

Þriðja sætið hlaut verkefnið Hellisbúarnir en að því stóðu fjórir nemendur úr Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu. Nemendurnir heita Ástrós Aníta, Harpa Sigríður, Mateja Nikoletic og Selma Mujkic og eru á aldrinum 16 til 21 árs.

Á Instagram síðunni sinni segja þau frá ferð sinni á Breiðamerkurjökul og fjalla um bráðnun jökla. Dómnefndin var afar hrifin af bæði miðlunarleið nemendanna og efnisvalinu. Umsögn þeirra við verkefnið er eftirfarandi: 

Bráðnun jökla ógnar ungum kynslóðum í dag og stefnir heimkynnum okkar og lífsháttum í hættu. Hópurinn setti verkefnið fram á mjög aðgengilegan hátt fyrir ungt fólk sem var til fyrirmyndar og var í senn fræðandi og lifandi. 

Landvernd hefur umsjón með verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk. Þegar fram líða stundir er stefnt á að bjóða framhaldsskólum, efri bekkjum grunnskóla nemendum á háskólastigi að taka þátt. Framhaldsskólar geta enn skráð sig til leiks fyrir næstu önnSkráning fer fram hér.

Viltu sjá hvaða verkefni var í fyrsta sæti árið 2020? Smelltu á myndina!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd