Verðlaunaafhending 2021 – Ungt umhverfisfréttafólk

Verðlaunaafhending ungs umhverfisfréttafólks 2021. Hver vinnur?
Hvaða ungmenni eru umhverfisfréttafólk ársins? Sigurvegarar verða kynntir 12. maí 2021. Við hvetjum áhugasamt fólk að fylgjast með!

Hvaða ungmenni eru 

umhverfisfréttafólk ársins 2021?

Ungu fólki bauðst í vetur að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar.

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk er nýtt af nálinni hjá Landvernd og er unnið í samstarfi við tíu framhaldsskóla og fjóra grunnskóla sem voru í prufukeyrslu á verkefninu nú í vetur. Þann 12. maí var tilkynnt um sigurvegara keppninnar.

Úrslit í framhaldsskólum

Úrslit í grunnskólum

Á verðlaunaafhendingunni voru sýnd brot úr verkefnum sigurvegara og rætt við höfunda um hugmyndina.

Dómnefndina skipuðu Ragnhildur Þrastardóttir, blaðamaðurSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og Tryggvi Gunnarsson leikari og leikstjóri.

Ungir umhverfissinnarSamband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta veita sérstök verðlaun fyrir flokkinn Val unga fólksins. Í þeirri dómnefnd voru Alma Stefánsdóttir frá Ungum umhverfissinnum, Magnús Gunnar Gíslason frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Kolbrún Lára Kjartansdóttir frá Landssamtökum íslenskra stúdenta.

Út á hvað gengur keppnin?

Markmið verkefnisins er að vera valdeflandi vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum t.d. með ljósmyndum, myndbandi, hlaðvarpi, blaðagrein eða teiknimyndasögum.

Verk sigurvegara send í alþjóðlega keppni

 

Sýningin er hluti af verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk sem er unnið í samstarfi við framhaldsskóla á landinu. Það er rekið í 45 löndum víðsvegar um heiminn (Young reporters for the environment) og er vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings eftir fjölbreyttum leiðum. 

Verkefnið veitir skólum tækifæri til þess að gefa umhverfismálunum aukið vægi í kennslu. Þeir fá faglega aðstoð kennara við að kynna sér umhverfismálin og mikil áhersla er lögð á að heimildir séu áreiðanlegar. Slíkt er nauðsynlegt á tímum falsfrétta.  

Tengt efni

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd