Þú er hér - Category: GRÆNFÁNINN

Blautþurrkuskrímslið eins og það birtist í veitukerfinu í Reykjavík þann 20. mars 2020. Mynd, blautþurrkur er fengin frá Veitum. Viðbætur: Landvernd.is

Fimm leiðir til að tækla blautþurrkuskrímslið

Við megum ekki hætta að huga að heilbrigði hafsins þó að við séum meira heima við eða komin með þrifaæði. Allt tengist þetta. Um helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá plöntusvifi í hafinu. Það er því mikilvægt að minnka mengun sem rennur til sjávar.

SJÁ VERKEFNI »
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni, landvernd.is

Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni

Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarin ár tileinkað 5. desember baráttunni gegn eyðingu jarðvegs. Í ár er það gert undir slagorðunum „stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er undirstaða lífsins á jörðunni

SJÁ VERKEFNI »
Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistspor

Vistspor segir til um hve mikið af gæðum jarðar fólk notar til að lifa, borða og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér.

SJÁ VERKEFNI »
Matarsóun er peningasóun, landvernd.is

Afleiðingar matarsóunar

Afleiðingar matarsóunar eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Það er auðveldast að loka augunum fyrir vandamálinu og hugsa með sér „eigum við ekki sjálf matinn sem við erum búin að kaupa og ráðum hvað við gerum við hann?“ En málið er bara ekki svo einfalt og matur er ekki bara maturinn sjálfur, lokaafurðin

SJÁ VERKEFNI »
Við þurfum að endurhugsa framtíðina og endurmeta neyslu okkar. Hvernig getum við háttað lífi okkar án þess að það komi niður á tækifærum komandi kynslóða? landvernd.is

Endurhugsum framtíðina

Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, þessi mynd er frá afhendingu grænfánans í Foldaskóla í maí 2017, landvernd.is

Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?

Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar? Skólinn þarf að skrá sig á græna grein og stíga sjö skref í átt að grænfána. Skólinn sendir inn umsókn og starfsmaður Landverndar kemur í heimsókn og metur starfið. Skólinn fær skriflega endurgjöf og standist hann úttekt fær hann að flagga grænfána til tveggja ára.

SJÁ VERKEFNI »
Í grænfánaskólum er áhersla er lögð á notkun náttúrulegra efna og nærumhverfið er kannað, landvernd.is

Umsókn um grænfána

Þegar skóli telur sig hafa tekið öll nauðsynleg skref að grænfána og náð markmiðum sínum, sækir hann um grænfánann. Send er rafræn umsókn og greinargerð um hvernig skrefin sjö voru stigin og hvernig unnið var að markmiðum.

SJÁ VERKEFNI »
Grænfáninn er viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Á myndinni má sjá umhverfisnefd Hvolsskóla og Jón Stefánsson kennara, landvernd.is

Afhending grænfána

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Skráðu skólann þinn á græna grein. Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu til umhverfismála. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

Vilt þú komast á græna grein? Nýskráning.

Skráðu skólann þinn á græna grein. Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu til umhverfismála. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

SJÁ VERKEFNI »