1. Umhverfisnefnd

1. Umhverfisnefnd. Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum, landvernd.is

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Nemendur og starfsfólk vinna saman að breytingum í átt að sjálfbærni í skólanum.

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum.

 

Umhverfisnefndin er hjarta grænfánastarfsins. Í henni sitja fulltrúar frá breiðum hópi nemenda og starfsmanna skólans t.d. einn til tveir nemendur úr hverjum árgangi, fulltrúi kennara og skólastjórnenda, matráður, ræstitæknir, húsvörður o.s.frv.

Mikilvægt er að nemendur myndi kjarna umhverfisnefndarinnar og stýri sem mest því sem fram fer, að sjálfsögðu með dyggri aðstoð starfsmanna í nefndinni. Sumir kjósa að hafa tvær umhverfisnefndir, nefnd nemenda annars vegar og nefnd starfsmanna hins vegar, og á það sérstaklega vel við í leikskólum.

„Umhverfisnefndin er hjarta grænfánastarfsins“

 

 

 

Best er að fulltrúar nefndarinnar séu valdir með lýðræðislegum hætti. Þau sem hafa áhuga á að vera með geta þannig boðið sig fram og síðan er ýmist dregið um hverjir fá sæti í nefndinni eða kosið – það þarf samt að varast að um vinsældakosningu verði að ræða.

Hafa skal í huga

  • Var lýðræðislega kosið í umhverfisnefnd?
  • Samanstendur umhverfisnefndin ad beiðum hópi aðila sem koma að skólastarfinu?
  • Hafa nemendur mikið vægi í umhverfisnefndinni (t.d. sérstök umhverfisnefnd nemenda, eða a.m.k. helmingur meðlima umhverfisnefndar nemendur)?
  • Hefur verið fundað a.m.k. þrisvar sinnum á hvorri önn?

Umhverfisnefnd velur þema í samstarfi við samnemendur og starfsfólk. Unnið er að 1-2 þemum á hverju grænfánatímabili. 

 

Þemu Skóla á grænni grein taka á mörgum hliðum menntunar til sjálfbærni og tengjast grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, landvernd.is

Þemu

Viðfangsefni sjálfbærrar þróunar Skólar á grænni grein vinna að 1-2 þemum á hverju grænfánatímabili. Þemað er valið í skólanum, af umhverfisnefnd og oft í samstarfi ...
Skoða þemu
nemandi með upprétta hönd í kennslustund

Skólaþing

Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára
Nánar
Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess ...
Nánar
„Skrefin sjö eru verkfæri skóla til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni á lýðræðislegan hátt.“
Grænfánaskólar fylgja skjö skrefum grænfánans. Að þeirri vinnu lokinni fá þeir afhentan grænfána ef vel hefur tekist til, landvernd.is

Virkjum nemendur

- undirbúum þau fyrir áskoranir framtíðarinnar

Sendu okkur línu og við hjálpum þér að komast á græna grein