Skref 4. Eftirlit og endurmat

4. Eftirlit og endurmat. Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fjórða skrefið er að hafa eftirlit með vinnunni og endurmat á markmiðum sem nefndin setti sér.
4. Eftirlit og endurmat
Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fjórða skrefið er að hafa eftirlit með vinnunni og endurmat á markmiðum sem nefndin setti sér.

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fjórða skrefið er að hafa eftirlit með vinnunni og endurmat á markmiðum sem nefndin setti sér.

Mikilvægt er að skólar sinni reglulegu eftirliti og endurmati á markmiðum og aðgerðum. Markmiðssetningareyðublaðið (sjá skref 3) er vel til þess fallið að styðja við endurmatið og þá sérstaklega síðasti liðurinn, mat, en þar þarf að koma fram með hvaða hætti skuli meta árangur hverrar aðgerðar.

Staðan er svo endurmetin með reglubundnum hætti, t.d. á umhverfisnefndarfundum, og kannað hvernig vinna við hverja aðgerð gangi. Sumar aðgerðir eru þess eðlis að vinna þarf að þeim yfir allt tímabilið, öðrum aðgerðum má ljúka á tiltölulega stuttum tíma. Ef í ljós kemur að illa gengur að ná fram ákveðnum aðgerðum eða markmiðum má endurmeta þau og setja ný eða breytt markmið eða aðgerðir í staðinn.

Hafa skal í huga

  • Fór fram stöðugt eftirlit á árangri á milli umhverfisnefndarfunda?
  • Var staðan tekin á umhverfisnefndarfundum þ.e. hvort að markmið hefðu náðst? 
  • Voru sett ný markmið ef markmiðin náðust?

Á umhverfisnefndarfundum er farið yfir markmið og aðgerðir og metið hvernig gengur