Skref 5. Námsefnisgerð og tenging við námskrá

5. Námsefnisgerð og tenging við aðalnámskrá. Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fimmta skrefið er að samþætta grænfánavinnuna við í námsefnið í skólanum og innleiða grunnþætti menntunar í allt skólastarf.
5. Námsefnisgerð og tenging við aðalnámskrá
Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fimmta skrefið er að samþætta grænfánavinnuna við í námsefnið í skólanum og innleiða grunnþætti menntunar í allt skólastarf.

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fimmta skrefið er að samþætta grænfánavinnuna við í námsefnið í skólanum og innleiða grunnþætti menntunar í allt skólastarf.

Skólar á grænni grein leggja áherslu á að allir nemendur fái verkefni sem tengjast með einhverjum hætti þeim þemum sem unnið er að hverju sinni. Jafnframt er mikilvægt að vinna við verkefnið og áherslur þess séu sýnilegar í námskrá skólans.

Í þessu skrefi er mælst til þess að skólar tengi verkefnið hinum sex grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá en þeir eru lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, læsi, sköpun og sjálfbærni. Í raun felur grunnþátturinn sjálfbærni í sér alla hina grunnþættina.

Sjálfbærni snýst ekki bara um umhverfismál heldur eru jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og velferð allra Jarðarbúa órjúfanlegur hluti af sjálfbærni. Í raun og veru snýst þetta um að við lifum öll góðu lífi óháð því hvar á jörðinni og hvenær við erum fædd! …og jörðin á svo sannarlega nóg af auðlindum til þess – og gott betur. Við þurfum bara að fara vel með þær og deila þeim með jafnari hætti.

Hafa skal í huga

  • Unnu nemendur í öllum bekkjum verkefni sem tengdust þemum og markmiðum grænfánans í skólanum?
  • Var vinna við grænfánann tengd markmiðum aðalnámskrár með einhverjum hætti?

Allir nemendur fá verkefni sem tengjast þeim þemum sem unnið er með og unnið er að grunnþáttum menntunar í skólanum

 

Sjálfbærni

Lýðræði og mannréttindi Jafnrétti

Heilbrigði og velferð Læsi

Sköpun