7. Umhverfissáttmáli. Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, sjöunda skrefið er að setja sér umhverfissáttmála, landvernd.is

Skref 7. Umhverfissáttmáli

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Skólanum er settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í sjálfbærni- og umhverfismálum. Þetta getur verið slagorð, ljóð, lag eða umhverfisstefna. Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan. Einnig er mikilvægt að sáttmálinn höfði til nemenda og að þau eigi auðvelt með að tileinka sér hann.

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, sjöunda skrefið er að setja sér umhverfissáttmála.

Allir skólar í verkefninu þurfa að setja sér umhverfissáttmála. Hann er einhvers konar tjáning eða loforð sem lýsir með einhverjum hætti anda skólans í verkefninu og heildarstefnu í sjálfbærni- og umhverfismálum.

Mikilvægt er að sáttmálinn sé með þeim hætti að allir sem að skólanum standa geti tileinkað sér hann og skilið hann. Þannig er mikilvægt að sáttmálinn sé einfaldur í leikskólum (t.d. slagorð eða lag) og aðeins flóknari í grunnskólum (t.d. nokkrar setningar, lag eða ljóð). Í framhaldsskólum og háskólum ætti umhverfissáttmálinn að vera stefna skólans í sjálfbærni- og umhverfismálum, þ.e. plagg sem gefur til kynna hvert skólinn stefnir í þessum efnum. Að sjálfsögðu má krydda hann með einhverskonar list, ljóði eða lagi.

Mikilvægt er að nemendur komi í öllum tilvikum að gerð sáttmálans. Hægt er að halda samkeppni eða kosningu um sáttmálann sem allir geta tekið þátt í. Gott er að hafa framsetninguna á sáttmálanum myndræna og á áberandi stað innan skólans og á heimasíðu hans.

Slagorð, lag eða ljóð

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top