Verkefni þar sem unnið í samstarfi við heimilin. Börnin læra að þekkja nærumhverfi heimilis síns, s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra. Verkefni fyrir 3-6 ára

Aldur: 3-6 ára

Tími: Valkvætt

Markmið: Að börnin læri að þekkja nærumhverfi heimilis síns, s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra

Efni og áhöld: myndavél og tölva

Framkvæmd:

Biðja foreldra um að fara í gönguferðir með börnum sínum heima fyrir og fræða þau um nærumhverfi sitt.

Foreldrar verða beðnir um að taka ljósmyndir af helstu kennileitum og senda til leikskólans ásamt heiti þeirra.

Að því loknu verða unnar kynningar í Powerpoint með börnunum sem sýndar verða við gott tilefni. Myndirnar eru settar inn í Powerpoint, texti frá börnunum settur inná og svo tala þau inná glærurnar.