Aldur: 14-20 ára
Tími: valkvætt
Markmið:
- Að nemendur fræðist um framleiðlsuferli og umhverfisáhrif fataiðnaðarins
- Að nemendur kafi dýpra og leiti upplýsinga um dökku hliðar fataiðnaðarins
Framkvæmd: Hraðtíska er þegar tískumerkin framleiða og selja mikið af ódýrum fatnaði, fatnaði sem er oft úr lélegum efnum og lygilega ódýr. Þessi fötin eru oft framleidd í löndum þar sem launin eru lág og vinnuskilyrði slæm, þar eru jafnvel börn að störfum. Auðlindir eins og vatn og landsvæði eru þaulnýttar. Framleiðslan er mjög mengandi t.d. fer eiturefni sem notað er í textílinn eins og litarefni í vatn heimamanna sem notað er til drykkjar, til að þvo þvotta og baða sig úr o.fl. Það er ljóst að mannréttindi og náttúran eru ekki verðlögð með fötunum.
Í þessu verkefni ætlum við að vinna með rannsóknarspurninguna: Hverjar eru afleiðingar fataframleiðslu á íbúa eða náttúru þar sem föt eru framleidd.
Hér eru nokkrar hugmyndir að umfjöllunarefnum.
Hvað áhrif hafði bómullarræktun á Aralvatn?
Hver eru áhrif eiturefna í Bangladesh?
Hvernig áhrif hefur fatasóun Vesturlanda á Afríkulönd?
Hvernig eru aðstæður í fataverksmiðjum í þróunarlöndum?
Er barnaþrælkun enn til staðar?