Aldur: 4-6 ára
Tími: 2-4 kennslustundir
Markmið:
Að fræða nemendur um eldvirkni og hvernig jarðvarmi hitar vatn sem við svo notum til upphitunar og böðunar
Efni og áhöld:
Íslandskort, fræðsla um nánasta umhverfi, myndir frá eldstöðvum. Sandur og skóflur, Edik,matarsóti, matarlitur, nokkrir dropar sápa og heitt vatn.
Framkvæmd:
Byrjað er á því að fræða nemendur um eldvirkni og hvernig jarðvarmi hitar vatn sem við svo notum til upphitunar og böðunar.
Skoðað hvernig við hitum upp hús með heitu vatni.
Skoðað hvernig við notum og fáum heitt vatn til böðunar.
Byrjað er á því að skoða Íslandskort og bent á þekktar eldstöðvar. Síðan er farið í gönguferðir í nágrenni skólans og náttúran skoðuð, rætt um eldfjöll í nágrenni skólans, fræðsla um hraun hvernig það myndast. Talað var um hvernig hitinn frá eldfjöllum hitar upp vatn og hvernig við nýtum hitann til upphitunar og böðunar.
Börn, með aðstoð kennara, búa til eldfjall úr sandi í sandkassa skólans. Blandað er saman ediki,matarsóda og rauðum lit og fjallið látið gjósa. Hægt er að nota nánasta umhverfi fyrir fræðslu.
Verkefnið kemur inn á marga þætti eins og heilbrigði, að fara út að ganga, sjálfbærni og hvernig við notum það sem náttúran hefur upp á að bjóða.
Börnin læra að þekkja umhverfið sitt, mismunandi landslag og hvernig náttúran getur breytt því. Svo að lokum sköpun í sandkassanum með því að búa til eldfjall.