Aldur: 14-20 ára
Tími: valkvætt
Markmið:
- Að þátttakendur verði meðvitaðir um fataneyslu og fatasóun.
Efni og áhöld: Efni til að gera veggspjöld, tölvur/símar – auglýsingagerð og dreifing, staðsetning fyrir markað, slá til að hengja upp föt, herðatré
Framkvæmd:
Umræðuefnið er hvernig nútímalífsstíll okkar hefur í för með sér umhverfisvandamál. Til dæmis kaupir hver Íslendingur mikið magn af fötum og öðrum textílvörum og stór hluti þess endar í ruslinu.
Hvað við getum gert?
Hvaðan kemur varan?
Hvernig er hún framleidd?
Gott að hafa í huga við innkaup !!!
-Vantar mig þessa vöru?
-Er varan „í alvöru“ nauðsynleg?
Þegar við erum hætt að nota vöru!
-Endurnýta!!!
-Endurnota eða endurvinna
Gott að byrja með smá innlögn kennara eða nemenda og umræðum um hvernig nútímalífstíll okkar hefur áhrif á umhverfið. Hver eru umhverfisáhrif af fataframleiðslu og endurnýtingu og hvað það er sem við getum gert. Við hugsum hnattrænt en getum gripið til aðgerða heimafyrir.
Fatamarkaðurinn
Nemendum skipta sér í hópa – jafnvel að hafa hópstjóra yfir hverjum hóp
Punktar til að hafa í huga (en gott ef nemendur fái að njóta sín hér og koma með hugmyndir um hvernig á að framkvæma fatamarkaðinn):
Undirbúningur – Hvað þarf að gera til að halda fatamarkað?
Aðstaða – finna aðstöðu fyrir markaðinn
Tími – hvenær á markaður að vera?
Hvað á að gera við ágóða af fatamarkaði?
Auglýsingar
Veggspjöld (í skólann og víðar í nærsamfélagið)
Samfélagsmiðlar
Auglýsingar til að fá föt á markað
Auglýsa fatamarkaðinn
Taka myndir: taka saman myndir og glósur úr öllu ferlinu og setja t.d. jafnóðum inná samfélagsmiðla
Búa til frétt um fatamarkað
Fatamarkaður
Skiptast á að vera á vaktinni
Frágangur (t.d. setja það sem eftir er af fötum í rauða krossinn)
Skila ágóða á réttan stað!