Fortíðarblik – Hvernig hönnum við framtíðina? (Bakrýni/Backcasting)

Hvernig hönnum við framtíðina? Fortiðablik eða backcasting er aðferð sem við notum þegar við leitum lausna fyrir framtíðina með menntun til sjálfbærni
Árið er 2050 og við sitjum í kennslustund í jafnaldra okkar þar sem verið er að kenna krökkum um hvernig við náðum að snúa vörn í sókn gegn loftslagsvánni og náðum að tryggja heilbrigði hafsins. Hvernig fórum við að?

Markmið
Að nemendur:
hugsi um skapandi leiðir sem gætu hjálpað hafinu
hugsi um samtakamátt mannanna
sjái fyrir sér framtíð þar sem loftslagskvíði er fortíðarvandi.


Lykilspurningar
Árið er 2050. Við erum xxx gömul. Okkur hefur tekist að tryggja heilbrigði hafsins og náð að snúa í sókn gegn loftslagsvánni. Hvernig fórum við að?
Aðferð
Sjá hugsanaæfingu Gunnhildar Fríðu í loftslagsverkfallinu. Nemendur eiga að velta þessu fyrir sér og skrifa stutta ritun.

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Landvernd (@landvernd)

Önnur útfærsla. Nemendur gera hugarkort saman í hóp sem svarar þessari spurningu.

 

Um aðferðina

Bakrýni (Backcasting) er aðferð til að hanna framtíðina. Byrjað er að lýsa hvernig hin „fullkomna“ framtíð – eða æskilega staða sé og svo er unnið aftur á bak og kennsl borin á þau verkefni, aðgerðir og aðferðir sem gerðu það að verkum að framtíðin varð að veruleika. Leiðarspurningar bakrýni eru; „Ef við viljum ná ákveðnu markmiði, hvaða aðgerða þarf að grípa til að komast þangað?“ og „Hvað þarf að gera til þess að þessi framtíð verið að veruleika og tengist nútíðinni?“.