Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

Aldur: 13-20 ára

Tími: valkvæmt

Markmið:          

  • Að gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál.
  • Að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi.
  • Að auka umhverfisvitund nemenda og þjálfa þá í að afla gagna og vinna úr upplýsingum.
  • Einnig að nemendur tengi saman skóla, samfélag, fyrirtæki og almenning.

Efni og áhöld: Tölvur, Ipad og myndavél.

Framkvæmd:

Upplýsingaöflun, viðtöl og skrásetning

Kennari og nemendur vinna saman að þeim lista sem unnið er eftir.  Nemendur viða að sér efni sem tengist því málefni sem þeir völdu sér og vinna að mestu sjálfstætt undir handleiðslu kennara. Taka viðtöl, skrifa greinar upp úr heimildum, skrifa greinar/pistla skrásetja og ákveða hvernig útlit blaðsins verður.

Best væri vinna blaðið þannig að hægt væri að dreifa því rafrænt 

Undirbúningur kennara

Hugmyndavinna, ákveða efnistök, finna út hvaða efni tengist markmiðum aðalnámsskrá, umhverfisvernd og heimabyggð nemenda.

Undirbúningur nemanda            

Hugmyndavinna, ákveða efnistök og úrvinnsla. Hver nemandi velur sér efni eftir áhuga.