Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.

Aldur: 4-16 ára

Tími: tímabil

Markmið:

  • Að kynna umhverfismarkmið varðandi flokkun og endurvinnslu fyrir öllum nýjum nemendum skólans.
  • Að nemendur geti unnið skipulega við að kanna hvernig nemendum og starfsfólki  gengur að vinna skv. umhverfismarkmiðum sínum varðandi flokkun og endurvinnslu.
  • Að nemendur setji fram tilgátur og hugmyndir til að leysa þau vandamál sem upp koma innan veggja skólans og varða flokkun og endurvinnslu.

Efni og áhöld: Pappír og skriffæri, flokkunardallar.

Framkvæmd     

Með spæjurunum er farið yfir þá flokkunardalla sem eiga að vera í hverri kennslustofu og hvaða hlutverki hver og einn þjónar.   Hver ber ábyrgð á að losa þessa dalla og hvar þeir eru losaðir.  Hafa spæjararnir orðið vitni af einhverjum vandræðum varðandi flokkunina eða losunina?  Ef svo er hafa þeir þá einhverjar hugmyndir um lausn á þeim vandræðum.

Undirbúningur kennara

Finna til alla þá flokkunardalla sem eiga að vera í hverri stofu ásamt Grænfánaveggspjöldum sem minna á rafmagnssparnað, vatnssparnað og umhverfissáttmála skólans.

Undirbúningur nemanda            

Farið yfir umhverfissáttmála skólans, hvað grænfánaveggspjöldin tákna og hvað hver flokkunardallur stendur fyrir. Útbúinn spurningalisti sem nemendahópur (grænfánanefndin) fer með inn í hvern bekk og kannar þannig stöðu mála hjá öllum bekkjum.