Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára

Aldur: 14-20 ára

Tími: 2-3 kennslustundir

Markmið:

  • Að þátttakendur verði meðvitaðir um fataneyslu og fatasóun.
  • Að nemendur átti sig á þeim umhverfisáhrifum sem hröð tíska hefur.

Efni og áhöld: tölva, snjalltæki til upplýsingaöflunar og við gerð á veggspjaldi. Karton fyrir veggspjald ef þess er óskað

Framkvæmd:

Aflið ykkur upplýsinga á netinu um hraða og hæga tísku og svarið eftirfarandi spurningum

t.d má hlusta hér: https://www.ruv.is/frett/krafan-um-odyran-fatnad

Hver er munurinn á þessu tvennu?

Hvað einkennir hraða tísku?

Hvað einkennir hæga tísku?

Hvort telur þú að hröð eða hæg tíska hafi betri áhrif á umhverfið? Getur þú nefnt þau umhverfisáhrif sem hröð tíska hefur á umhverfið?

Hvort telur þú að hraða eða hæg tíska sé betri fyrir þann/þá aðila sem á tískufatamerkið? Að hvaða leiti?

Hvort telur þú að hraða eða hæg tíska sé betri fyrir þá aðila sem sjá um að sauma fötin? Að hvaða leiti?

Getur þú fundið fatamerki sem myndu flokkast undir hraða tísku

Getur þú fundið fatamerki sem myndu flokkast undir hæga tísku

Hvað geta einstaklingar gert til þess að stuðla að minni umhverfisáhrifum frá fataiðnaðinum?

Hvernig geta einstaklingar orðið meðvitaðri neytendur á tísku?

Notið þær upplýsingar sem þið fenguð með því að svara þessum spurningum hér að ofan til þess að búa veggspjald (í tölvu eða á karton) til þess að upplýsa aðra í nærumhverfinu áhrif hraðrar og hægrar tísku á umhverfi og fólk.