Auknar kröfur eru um að fjallað sé um lýðræði barna í menntun þeirra. Þetta sést víða t.d. eru lýðræði og mannréttindi hluti af grunnþáttum menntunar, skólarnir eiga að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í þemanu átthagar og landslag í Skólum á grænni grein er lögð áhersla á lýðræði.
Í leikskólanum Hálsaskógi er áhersla lögð á að raddir barnanna heyrist, þau kjósa um mat á matseðla, kjósa um málefni sem tengjast þeim og endurmeta verkefni með ýmsum aðferðum, m.a. með demantaaðferðinni.
Bryndís Björk Eyþórsdóttir, Dorte Petersen og Jónína Guðný Bjarnadóttir segja frá því hvað leikskólar geta gert til að efla lýðræði ungra barna.