T.d. að eyða tíma með fjölskyldu og vinum, hreyfa sig, vera úti í náttúrunni, upplifa, gefa af sér, vera skapandi og framkvæma jafnvel eitthvað sem stuðlar að velferð mannkyns og Jarðarinnar. Nægjusamur einstaklingur finnur að styrkur og hamingja kemur innan frá en ekki frá hlutum eða eignarhaldi. Nægjusemi getur hjálpað til við að verða ríkur í sál og hjarta. Minna er oft meira. Nægjusemi er ákveðið form af virðingu og af núvitund.
Hugmynd fyrir kennara
Gefið nemendum það hlutverk að setja saman dagatal þar sem nægjusemi er í fyrirrúmi, gaman væri ef hægt væri að framkvæma eitthvað af því í skólanum. Verkefnið getur verið unnið í minni hópum en einnig í bekknum sem heild. Tilvalið verkefni til þess að skapa umræður um lífsgildi, hamingju og neyslu.