Aldur: 8-12 ára
Tími: 4 kennslustundir
Markmið:
- Að nemendur læri aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun
- Að nemendur átti sig á mikilvægi þess að huga að matarsóun og lágmarka hana
- Efni og áhöld: Aðgangur að upptökutæki (síma, spjaldtölvu), tölva, heimilsfræðistofa (ekki nauðsynlegt)
Framkvæmd:
Nemendur horfa saman á myndbönd um hvernig megi nýta mat sem best
Hægt er að framkvæma eina 1-2 aðferðir í heimilisfræði (ekki nauðsynlegt) og búa svo til eitt myndband sjálf með nýrri hugmynd. Nemendur þurfa að fara í hugmynda vinnu og jafnvel spyrjast um heima fyrir til þess að fá hugmyndir. Einnig eru til erlend youtube og tiktok myndbönd sem sýna sniðugar hugmyndir sem nemendur gætu endurgert á íslensku.
Umræður um mat fyrr á tímum væri gagnlegt að flétta inn í umræður við nemendur einnig velta fyrir sér auknu framboði á matvælum.
Nemendur velta fyrir sér hlutum eins og:
Afhverju er nauðsynlegt að nýta matinn vel?
Hvernig tengist matur umhverfinu okkar?
Er matarsóun meiri á Íslandi en í öðrum löndum? Afhverju ætli það sé?