Nemendur fá tækifæri til þess að fara í gegnum þrautabrautir í náttúrunni. Þrautabrautir reyna á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Verkefni fyrir 2-12 ára

Aldur:  4-12 ára

Tími: Valkvætt

Markmið:

  • Að nemendur verði læsir á umhverfi sitt og náttúru
  • Að nemendur læri að byggja sig upp andlega og líkamlega
  • Að nemendur efli félagsþroska sinn og samkennd

Efni og áhöld: Kasthringir- /úr trjágreinum, trjágreinar, trjádrumbar, bönd, net, dýna, kaðalstigi. Gott er að hafa strekkibönd.

Framkvæmd:

Þrautabraut sett upp í grenndarskógi

Hún er þannig úr garði gerð að auðvelt er að laga hana að mismunandi aldri og getu.

Brautin er sett upp í ákveðinn tíma og aldrei látin standa eftirlitslaus.

Þrautabrautin reynir á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Miðað er við að reyna að nota sem allra mest það sem skógurinn og umhverfið hefur upp á að bjóða s.s. stikla á steinum, skríða undir greinar, hlaupa sikk- sakk á milli trjástofna. Klifra upp á hæðir og hóla og stökkva yfir læk ( sjá þrautabraut í fylgiskjali 1 ).

Í lok þrautabrautarinnar stjórnar kennari eða einhver nemanda núvitundaræfingu – gjörhygli, (Mindfulness)

Undirbúningur kennara

Umsjónarmaður útikennslu, íþróttakennari og umsjónarmaður undirbúa brautina daginn áður. Æskilegt að hafa umsjónarmann með brautinni (t.d. íþróttakennara eða umsjónarmann útikennslu) og síðan koma umsjónarkennari og aðstoðarmenn með bekkjunum í skógarferðina og allir fá að spreyta sig á þrautabrautinni undir góðu eftirliti.

Undirbúningur nemanda            

Gaman að láta nemendur gefa hópnum sínum nafn og finna hvatningahróp hópsins (eflir samkennd).