Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára

Aldur:  6-16 ára

Markmið:

  • Að þjálfa nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðun
  • Þjálfa gagnrýnin skoðanaskipti
  • Skapa jafnræði í ákvarðantökum milli nemenda og starsfsmanna
  • Sýna nemendum fram á að þeir getir raunverulega haft áhrif á skólaumhverfi sitt

Efni og áhöld: Kaðall orðsins (hlutur sem einstaklingur sem hefur orðið heldur á), reglur, stólar, skólaþingstafla

Framkvæmd: Á hverjum föstudegi hittast nemendur  ásamt starfsmönnum  á sal skólans. Hér er vel hægt að aðlaga fyrirkomulagið að því sem hentar skólanum best. 

Allir sitja í hring. Skólastjóri/stjórnandi les um reglur á skólaþingi og það er skipaður ritari og tímavörður .

Tekið er fyrir eitt og eitt erindi og í hverju erindi gengur kaðall orðsins milli nemenda og starfsmanna. Þau reyna að sannfæra hvort annað og tala fyrir sínum skoðunum og hugmyndum.

Þegar búið er að ræða málefnið eru greidd atkvæði eftir reglum um fundarsköp.

Allir mega koma með mál á skólaþing og hengja það upp á töflu í grunnskólanum.

Dæmi um útfærslu frá Álfaborg/Valsárskóla

Á hverjum föstudegi er haldið skólaþing í Álfaborg/Valsárskóla þar sem nemendur á aldrinum 4 – 16 ára og strarfsfólk kemur saman í 15 mínútur til að ræða mál sem sett hafa verið á dagská.

Allir nemendur skólans og starfsmenn geta komið með mál á skólaþingið. Það eru mál sem snúa að breytingum á skólastafinu, ábendingar um það sem betur má fara eða hugmyndir af nýjum verkefnum. Allt sem tekið er fyrir á skólaþingi verður að vera í samræmi við skólareglur eða lög um grunn og leikskóla.

Markmiðið skólaþingsins er m.a. að jafna valdaójafnvægi milli nemenda og starfsmanna því á skólaþinginu hefur hver starfsmaður sama vægi og nemendur. Markmið skólaþingsins er einnig að auka aðkomu allra að ákvarðanatöku í skólnaum.

Í grunnskólanum hefur farið fram mikil umræða um lýðræði, tjáningarfrelsi og ábyrgð m.a. vegna vandamála sem upp hafa komið á skólaþinginum. Á bekkjarfundum sem eru í hverri viku er teknir fyrir ákveðnir þættir lýðræðis og mannréttinda:

Hvert er hlutverk mitt í lýðræði. Hver er ábyrgð einstaklinga í lýðræðisþjóðfélagi. Hvernig hegða ég mér þegar tekin er ákvörðun, Hvernig er best að segja sína skoðun. Hvað get ég lagt af mörkum í skólanum. Get ég tekið að mér leiðtogahlutverk? Mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Hvernig get ég sýnt samábyrgð. Hvernig tem ég mér gagnýna hugsun?

Áhersla á að sjá allar hliðar ákvarðana, tengsl og vald skoðað, hvaða valdahugtak er að baki því lýðræði sem við viljum sjá. Umhyggja fyrir öðrum er mikilvægt gildi í lýðræðislegum samskiptum. Hvernig get ég rökstutt mína skoðun og ákvarðanir.

Hvernig getum við unnið að því að allar ákvarðanir í skólanum séu lýðræðislega teknar. Skólaþing, leiðtogahlutverk. Samfélag sem einkennist af því að tekið er mið af skoðunum og tilfinningum allra.

Í upphafi hvers skólaþings les skólastjóri upp eftir farandi atriði:

Velkomin á Skólaþing Álfaborgar/Valsárskóla. Við byrjum skólaþingið á því að fara með skólasáttmálann okkar.

Við starfsfólk og nemendur Álfaborgar/Valsárskóla viljum að öllum líði vel í skólanum. Við viljum að allir séu öruggir, sinni sínu hlutverki og nýti hæfileika sína til góðs.

Reglur á skólaþingum.

1.Til umræðu eru mál sem borist hafa frá nemendum og starfsfólki.

2.Þetta er Kaðall orðsins. Sá sem er með kaðalinn talar um það málefni sem er til umræðu, hinir hlusta.

3.Í umræðum má koma með nýjar tilllögur eða ræða þær sem fram hafa komið.

4.Við tölum ekki meira en eina mínútur, því fleiri þurfa að komast að.

5.Við tölum um málefni en ekki einstaklinga.

6.Við virðum skoðanir annarra þó við séum ekki sammála.

Ritari skólaþings.

  1. Ritar niður nafn fundarins t.d. Skólaþing Álfaborgar/Valsárskóla 3. september 2015
  2. Ritar niður málefni sem eru á dagskrá með tölum fyrir framan. t.d.: 1. Tillaga frá 1.-4. bekk um að fá nýja leiðtoga.
  3. Ritar niður tillögum sem koma fram – með bókstöfum fyrir framan.
  4. a) Tillaga um að Ásgerður megi vera leiðtogi í smíðum
  5. b) Tillaga um að Kjartan megi vera leiðtogi í góðverkum
  6. Ritar niður niðurstöður atkvæagreiðsla. t.d. já segja 20 nei segja 23. Tillagan er felld. Eða já segja 3 nei segja 40 – tillagan er samþykkt.
  7. Ritari ritar nafnið sitt undir fundagerðina þegar hann er búinn. Kosið er um ritara ef fleiri en ein tillaga hafa borist áður en skólaþing hefst. Ritari fær borð, penna og fundagerðarbók.

Tímavörður skólaþings.

  1. Tímavörður tekur tímann á hve lengi leiðtogar tala. Setur upp spjald ef 1 mínúta er liðin.
  2. Þegar skólaþing hefur staðið í 15 mínútur hringir tímavörður bjöllu.

Tímavörður fær klukku, tímaspjald, bjöllu.

Lesið upp málefni skólaþingsins.

Málefni skólaþings hafa m.a. verið:

Að leikskólabörn fái skíðadag í Hlíðarfjalli eins og grunnskólabörnin

Fá nýtt nafn á skólann okkar

Banna síma og snjalltæki í skólanum

Að nemendur 5.-7. Bekk fái lestrarvinu úr leikskólanum

Hafa nýja leiki í salnum, ekki alltaf Sínal

Færa skíðadaginn fram fyrir páska

Vera lengur í textílmennt og minna í íþróttum

Að fá fyrirlesturinn „verum ástfanginn af lífinu“

Fá nýtt nafn á yngsta hópinn í leikskólanum – maríuerlur

Hætta við að hafa leiðtogaþjálfun á föstudögum

Leyfa nemendum í 9.bekk að prófa að kenna dönsku í einum tíma á miðstigi.

Fá hænur og nemendur skiptast á að hugsa um þær

Að færa litlu jólin í Valsárskóla fram til klukkan 12:00

Hafa skólaþingið styttra – of langt að hafa það 30 mínútur

Að 1.-4. Bekkur fái að vera 3 sinnum í viku í salnum í frímínúturm

Að 8.-10. Bekkur fái að sleppa því að fara í dans

Kennarar skrái fjarvist í tímum þegar 15 mínútur eru liðnar af kennslustund

Sum málefnin hefur þurft að ræða vel á bekkjarfundum/samverufundum – en önnur hafa verið samþykkt eða synjað með einföldum meirihluta.