Aldur: 12-16 ára
Tími: 1-2 kennslustundir
Markmið
- Fræðast um tískusóun
- Vekja nemendur til umhugsunar um tískusóun og hvað hægt er að gera til að sporna við henni.
Framkvæmd: Nemendur horfa á Þrælar tískunnar (sjá hér fyrir neðan)
Svara svo eftirfarandi spurningum
Umræðuspurningar
Hvað er hraðtíska?
Af hverju viljum við kaupa okkur ný föt?
Hvað er hægt að spara mikið kolefnisspor með því að versla á loppumarkaði?
Teljið þið að unglingar séu meðvitaðir um áhrif tískuiðnaðarins á umhverfið?
Hvað geta unglingar gert til þess að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum?
Komið með nokkrar tillögur
Eru þið líkleg til þess að fylgja þessum tillögum sem þið nefnið hér að ofan?