Það þekkja eflaust margir ánægjutilfinninguna sem fylgir því að versla mjög mikið af fötum. Maður fær jafnvel klapp á bakið, vá hvað maður var duglegur og vá hvað maður sparaði mikinn pening á útsölunum. Stundum finnur maður eitthvað sem maður var búinn að leita lengi að, en oft er þetta ekkert nema bruðl og tískusóun. Og hvað er eiginlega tískusóun? Jú það er einmitt þetta, að kaupa trekk í trekk föt og aðrar tískuvörur sem maður notar sjaldan eða aldrei. Fötin eru orðin einnota, alveg eins og einnota pappadiskar og plasthnífapör.
Rannveig Magnúsdóttir flutti pistil sinn um tískusóun í samfélaginu